Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 22:19 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp. Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira