Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2025 09:02 Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun