Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2025 09:02 Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun