Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2025 08:02 Elín Klara fagnar bikarmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum á dögunum eftir sigur gegn Fram í úrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið. Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“ Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“
Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira