Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Árni Sæberg skrifar 6. mars 2025 15:03 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 27. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hafi verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa, að morgni þriðjudagsins 12. september 2023, í sem var kyrrstæð fyrir utan heimili í Kópavogi, berað kynfæri sín og handleikið þau. Þannig hafi hann sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem vitni urðu að því og verið til opinbers hneykslis. Kona hafi séð athæfi mannsins út um eldhússglugga heimilisins. Vandi komur sínar að húsinu Í dóminum er haft eftir konunni og eiginmanni hennar að þau hefðu séð til bíls mannsins fyrir utan heimili þeirra í tvö skipti að minnsta kosti. Heimilið væri innarlega í botnlanga og þangað kæmu nánast engir sem ættu ekki erindi þangað. Konan hafi lýst því fyrir dómi að börn hennar hefðu nýlega verið farin í skólann í umrætt sinn. Hún hefði orðið þess vör að maðurinn stöðvaði bíl sinn við aðalaksturleið sem lægi hærra en sú gata sem heimili hennar stendur við. Er hún hafi næst vitað hefði maðurinn verið kominn inn í götuna við hús hennar, lagt bifreiðinni fyrir framan húsið með framendann í átt að miðbæ Kópavogs og búinn að taka út á sér kynfærin. Til þess að komast inn í húsagötuna þyrfti að aka langa krókaleið frá aðalgötunni. Hafi áður brotið gegn börnum Konan hafi sagst áætla að um fjórir metrar væru frá húsi hennar að bifreið mannsins , þar sem bifreiðinni hefði verið lagt fyrir framan húsið. Hún hafi sagst hafa tekið myndband af manninum handleika kynfæri sín í bifreiðinni og séð númeraplötur umræddrar bifreiðar. Þá hafi hún hringt í mann sinn, sem hafi verið í golfi þennan morgun. Hann hafi sagt henni að hafa samband við lögregluna, sem hún hafi gert. Á meðan hafi maðurinn ekið á brott. Konan hafi sent myndbandið til eiginmanns síns, sem hefði vistað það, en ekki sent það á aðra en lögreglu. Mágkona konunnar hafi í kjölfar þessa flett bílnúmerinu upp og séð að um var að ræða bifreið mannsins. Þá hafi konan einnig séð af leit á alnetinu að maðurinn ætti sögu um kynferðisofbeldi gegn 13 ára stúlku, en hún ætti sjálf dóttur. Sagði fyrst að gestur hafi verið á heimilinu og svo að hann væri skilinn Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök. Þegar hann hafi fyrst verið spurður út í athæfið hjá lögreglu hafi hann ekkert viljað kannast við málið eða að hafa verið á vettvangi. Þegar honum hafi hins vegar verið sýnt myndband sem sýndi mann stunda sjálfsfróun í bifreið hafi hann kannast við sjálfan sig á myndbandinu. „Hann neitaði því hins vegar að hafa haft ásetning til þess eða vitneskju um að aðrir hefðu séð til hans. Þá gaf ákærði þá skýringu á athæfi sínu að gestur væri á heimili hans og eiginkonu hans í Reykjavík og því hefði hann ekki getað stundað sjálfsfróun þar.“ Fyrir dómi hafi maðurinn aftur á móti kannast við að hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan heimili í Kópavogi umræddan morgun, en hefði hvorki vitað né ætlað að aðrir sæju til hans. „Gaf hann þær skýringar að hann og eiginkona hans hefðu verið skilin á umræddum tíma og að hann hefði búið í herbergi fyrir ofan bar í Kópavogi, sem hann gat hvorki lýst né staðsett nánar, í göngufæri við ætlaðan brotavettvang. Þeirri aðstöðu hefði hann deilt með öðrum og því ekki haft næði til að stunda sjálfsfróun þar.“ Mátti vera ljóst að hann væri ekki í einrúmi Í dóminum segir að maðurinn hafi játað að hafa stundað sjálfsfróun í bifreið sinni umrætt sinn en neitað hafa haft ásetning til þess að fremja blygðunarsemisbrot. Hann hafi borið því við að hann hefði talið sig vera í einrúmi þegar hann viðhafði háttsemina. Á það geti dómurinn ekki fallist, enda ljóst af gögnum málsins að maðurinn hafi tekið á sig krók til að leggja bifreið sinni fyrir utan tiltekið hús í Kópavogi svo hann gæti iðkað þar sjálfsfróun. „Í nágrenni við húsið eru auk þess opin svæði, sem ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa vitað af og hlýtur að hafa séð á leið sinni að húsinu. Hann valdi eigi að síður að staðsetja bifreið sína fyrir framanog í námunda við íbúðarhús, í lokuðum botnlanga þar sem hann mátti vita að börn og fullorðnir gætu séð til hans. Að því virtu þykir ekki óvarlegt að ætla að ákærða hafi í það minnsta mátt vera það ljóst,en látið sér í léttu rúmi liggja, að til hans gæti sést í umrætt sinn. Ákærði hafi þannig haft ásetning til þess brots sem honum er gefið að sök.“ Hann var því sakfelldur og sem áður segir dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Refsing hans er skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunni 350 þúsund krónur í miskabætur. Loks var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 2,3 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns konunnar, 650 þúsund krónur. Dómsmál Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 27. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hafi verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa, að morgni þriðjudagsins 12. september 2023, í sem var kyrrstæð fyrir utan heimili í Kópavogi, berað kynfæri sín og handleikið þau. Þannig hafi hann sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem vitni urðu að því og verið til opinbers hneykslis. Kona hafi séð athæfi mannsins út um eldhússglugga heimilisins. Vandi komur sínar að húsinu Í dóminum er haft eftir konunni og eiginmanni hennar að þau hefðu séð til bíls mannsins fyrir utan heimili þeirra í tvö skipti að minnsta kosti. Heimilið væri innarlega í botnlanga og þangað kæmu nánast engir sem ættu ekki erindi þangað. Konan hafi lýst því fyrir dómi að börn hennar hefðu nýlega verið farin í skólann í umrætt sinn. Hún hefði orðið þess vör að maðurinn stöðvaði bíl sinn við aðalaksturleið sem lægi hærra en sú gata sem heimili hennar stendur við. Er hún hafi næst vitað hefði maðurinn verið kominn inn í götuna við hús hennar, lagt bifreiðinni fyrir framan húsið með framendann í átt að miðbæ Kópavogs og búinn að taka út á sér kynfærin. Til þess að komast inn í húsagötuna þyrfti að aka langa krókaleið frá aðalgötunni. Hafi áður brotið gegn börnum Konan hafi sagst áætla að um fjórir metrar væru frá húsi hennar að bifreið mannsins , þar sem bifreiðinni hefði verið lagt fyrir framan húsið. Hún hafi sagst hafa tekið myndband af manninum handleika kynfæri sín í bifreiðinni og séð númeraplötur umræddrar bifreiðar. Þá hafi hún hringt í mann sinn, sem hafi verið í golfi þennan morgun. Hann hafi sagt henni að hafa samband við lögregluna, sem hún hafi gert. Á meðan hafi maðurinn ekið á brott. Konan hafi sent myndbandið til eiginmanns síns, sem hefði vistað það, en ekki sent það á aðra en lögreglu. Mágkona konunnar hafi í kjölfar þessa flett bílnúmerinu upp og séð að um var að ræða bifreið mannsins. Þá hafi konan einnig séð af leit á alnetinu að maðurinn ætti sögu um kynferðisofbeldi gegn 13 ára stúlku, en hún ætti sjálf dóttur. Sagði fyrst að gestur hafi verið á heimilinu og svo að hann væri skilinn Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök. Þegar hann hafi fyrst verið spurður út í athæfið hjá lögreglu hafi hann ekkert viljað kannast við málið eða að hafa verið á vettvangi. Þegar honum hafi hins vegar verið sýnt myndband sem sýndi mann stunda sjálfsfróun í bifreið hafi hann kannast við sjálfan sig á myndbandinu. „Hann neitaði því hins vegar að hafa haft ásetning til þess eða vitneskju um að aðrir hefðu séð til hans. Þá gaf ákærði þá skýringu á athæfi sínu að gestur væri á heimili hans og eiginkonu hans í Reykjavík og því hefði hann ekki getað stundað sjálfsfróun þar.“ Fyrir dómi hafi maðurinn aftur á móti kannast við að hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan heimili í Kópavogi umræddan morgun, en hefði hvorki vitað né ætlað að aðrir sæju til hans. „Gaf hann þær skýringar að hann og eiginkona hans hefðu verið skilin á umræddum tíma og að hann hefði búið í herbergi fyrir ofan bar í Kópavogi, sem hann gat hvorki lýst né staðsett nánar, í göngufæri við ætlaðan brotavettvang. Þeirri aðstöðu hefði hann deilt með öðrum og því ekki haft næði til að stunda sjálfsfróun þar.“ Mátti vera ljóst að hann væri ekki í einrúmi Í dóminum segir að maðurinn hafi játað að hafa stundað sjálfsfróun í bifreið sinni umrætt sinn en neitað hafa haft ásetning til þess að fremja blygðunarsemisbrot. Hann hafi borið því við að hann hefði talið sig vera í einrúmi þegar hann viðhafði háttsemina. Á það geti dómurinn ekki fallist, enda ljóst af gögnum málsins að maðurinn hafi tekið á sig krók til að leggja bifreið sinni fyrir utan tiltekið hús í Kópavogi svo hann gæti iðkað þar sjálfsfróun. „Í nágrenni við húsið eru auk þess opin svæði, sem ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa vitað af og hlýtur að hafa séð á leið sinni að húsinu. Hann valdi eigi að síður að staðsetja bifreið sína fyrir framanog í námunda við íbúðarhús, í lokuðum botnlanga þar sem hann mátti vita að börn og fullorðnir gætu séð til hans. Að því virtu þykir ekki óvarlegt að ætla að ákærða hafi í það minnsta mátt vera það ljóst,en látið sér í léttu rúmi liggja, að til hans gæti sést í umrætt sinn. Ákærði hafi þannig haft ásetning til þess brots sem honum er gefið að sök.“ Hann var því sakfelldur og sem áður segir dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Refsing hans er skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunni 350 þúsund krónur í miskabætur. Loks var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 2,3 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns konunnar, 650 þúsund krónur.
Dómsmál Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels