Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2025 11:41 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir fækkun hæstaréttardómara, líkt og hagræðingarhópur hefur lagt til við ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun ekki beita sér fyrir því að dómurum við Hæstarétt verði fækkað, líkt og hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til. Aðrar tillögur sem snúa að málefnasviði dómsmálaráðuneytisins falla ráðherra betur í geð. Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður. Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Eina af 60 tillögum sem hagræðingarhópur skilaði af sér til ríkisstjórnar fólst í því að Hæstaréttardómurum yrði fækkað úr sjö í fimm, og hagræðing með aðgerðinni metin hundrað milljónir króna á árunum 2026 til 2030. Hlutverk Hæstaréttar vissulega breytt Benedikt Bogason, forseti réttarins, sagði í fréttum okkar í gær að slík fækkun væri af og frá, fjöldi dómara við Hæstarétt eftir tilkomu Landsréttar árið 2018 hafi verið ákveðinn að vel athuguðu máli. Vanvirðing fælist í því að leggja tillöguna fram án samráðs við Hæstarétt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir vissulega rétt að Hæstiréttur hafi breytt hlutverk eftir stofnun Landsréttar. „Það er auðvitað þannig að í ákveðnum málum getur komið til þess að dómarar þurfi að vera sjö, þannig að ég sé nú ekki fyrir mér að þetta sé að breytast,“ segir Þorbjörg Sigríður. Áttu þá við að þú sjáir ekki fyrir þér að þessi tillaga nái fram að ganga? „Þetta eru auðvitað tillögur sem koma fram í þessum hópi, þetta eru ekki tillögur frá dómsmálaráðuneytinu. Ég fagna þessum tillögum, þarna eru til dæmis tillögur um að fækka eigi sýslumannsembættum, ég hef lagt fram frumvarp um það. En ég sé í fljótu bragði ekki rökin fyrir því að fækka dómurum Hæstaréttar, nei.“ Líst vel á aðrar tillögur Þorbjörg segir að sér lítist þó vel á fleiri tillögur hópsins. „Þarna er tekið til skoðunar hvort eigi að breyta útfærslum á jafnlaunavottun. Það finnst mér vel geta komið til greina, til þess að einfalda fyrirtækjum að mæta þessum jafnréttissjónarmiðum, ég er opin fyrir því.“ Nú sé það verkefni hvers ráðherra að skoða tillögurnar ítarlega og taka afstöðu til þeirra. „En eins og ég segi: Hæstiréttur er ýmist skipaður fimm eða sjö dómurum. Því verður ekki svo auðveldlega breytt og ég hef ekki í hyggju að beita mér fyrir slíkum breytingum,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Dómstólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. 5. mars 2025 19:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent