Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 09:33 Harvey Elliott braut hjörtu PSG-manna í gær með sigurmarki í lokin. Getty/Rico Brouwer Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Sigur Liverpool gegn PSG var hálfótrúlegur því heimamenn voru mikið betri úti á vellinum en fundu aldrei leið framhjá Alisson í marki gestanna. Það var svo Alisson sem hóf sóknina þegar Liverpool átti sitt eina skot í leiknum en í kjölfarið á langri sendingu hans barst boltinn til Harvey Elliott sem skoraði markið sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sigurmark Liverpool gegn PSG Barcelona missti Pau Cubarsí af velli með rautt spjald strax á 22. mínútu í Portúgal í gær en náði samt að vinna Benfica, 1-0. Fyrirliðinn Raphinha komst inn í sendingu og skoraði sigurmarkið með skoti utan teigs. Í München skoraði Harry Kane tvennu í 3-0 sigri Bayern á Leverkusen. Fyrra markið gerði Kane með skalla og það seinna úr víti sem hann vann sjálfur fyrir. Í millitíðinni skoraði Jamal Musiala eftir skelfileg mistök Tékkans Matej Kovár sem stóð í marki Leverkusen. Mörkin úr sigrum Barcelona og Bayern eru saman í klippunni hér að neðan. Klippa: Mörk Bayern og Barcelona Inter vann svo 2-0 útisigur gegn Feyenoord. Fyrra markið gerði Marcus Thuram af stuttu færi eftir fyrirgjöf og hið seinna skoraði Lautaro Martínez með föstu skoti úr teignum. Inter fékk svo víti á 65. mínútu en Timon Wellenreuther varði spyrnu Piotr Zielinski og gaf Feyenoord einhverja von um að komast áfram úr einvíginu. Klippa: Mörkin og víti Inter gegn Feyenoord Einvígin klárast næstkomandi þriðjudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira
Sigur Liverpool gegn PSG var hálfótrúlegur því heimamenn voru mikið betri úti á vellinum en fundu aldrei leið framhjá Alisson í marki gestanna. Það var svo Alisson sem hóf sóknina þegar Liverpool átti sitt eina skot í leiknum en í kjölfarið á langri sendingu hans barst boltinn til Harvey Elliott sem skoraði markið sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sigurmark Liverpool gegn PSG Barcelona missti Pau Cubarsí af velli með rautt spjald strax á 22. mínútu í Portúgal í gær en náði samt að vinna Benfica, 1-0. Fyrirliðinn Raphinha komst inn í sendingu og skoraði sigurmarkið með skoti utan teigs. Í München skoraði Harry Kane tvennu í 3-0 sigri Bayern á Leverkusen. Fyrra markið gerði Kane með skalla og það seinna úr víti sem hann vann sjálfur fyrir. Í millitíðinni skoraði Jamal Musiala eftir skelfileg mistök Tékkans Matej Kovár sem stóð í marki Leverkusen. Mörkin úr sigrum Barcelona og Bayern eru saman í klippunni hér að neðan. Klippa: Mörk Bayern og Barcelona Inter vann svo 2-0 útisigur gegn Feyenoord. Fyrra markið gerði Marcus Thuram af stuttu færi eftir fyrirgjöf og hið seinna skoraði Lautaro Martínez með föstu skoti úr teignum. Inter fékk svo víti á 65. mínútu en Timon Wellenreuther varði spyrnu Piotr Zielinski og gaf Feyenoord einhverja von um að komast áfram úr einvíginu. Klippa: Mörkin og víti Inter gegn Feyenoord Einvígin klárast næstkomandi þriðjudag.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira