Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 21:20 Anna Kristín skilur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hennar. Anna Kristín ólst upp á Dalvík en flutti suður til Reykjavíkur og fór í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur eftir landspróf 1965, nýorðin sautján ára, og lauk þaðan prófi 1968. Hún hóf í raun leiklistarferilinn áður en hún útskrifaðist þegar hún lék í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu, Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. Eftir námið lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur til ársins 1973 þegar hún réðst til Þjóðleikhússins. Þar starfaði hún allt til ársins 2011. Anna Kristín tók þátt í fjölda leiksýninga á ferlinum. Þar má meðal annars nefna: Ímyndunarveikina, Með vífið í lúkunum, Amadeus, Vesalingana, Náttbólið, Lé konung, Stór og smár, Silfurtunglið, Oresteia Æskýlosar, Mávinn og Kæru Jelenu. Um frammistöðu Önnu Kristínar í Stóru og Smáu sagði í DV árið 1988 að trúlega væri um að ræða stærsta kvenhlutverk sem flutt hefði verið á íslensku leiksviði. Umfjöllun DV um Stórt og smátt laugardaginn 10. desember 1988.Tímarit.is Af leikverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Master Class - María Callas á sviði Íslensku óperunnar, Ferjan í Borgarleikhúsinu, Róðarí og Ég lifi enn í Tjarnarbíói. Hún var einnig virkur meðlimur 50+ leikhópsins. „Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta,“ skrifaði Jakob Bjarnar um frammistöðu Önnu Kristínar í Róðarí árið 2014. Á leikferlinum lék Anna Kristín í meira en hundrað útvarpsverkum auk kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Anna Kristín var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist. Sambýlismaður Önnu Kristínar er Úlfar Þormóðsson. Börn hennar eru Garðar Svavar Gíslason, Brynja Valdís Gísladóttir og Matthildur Anna Gísladóttir. Andlát Leikhús Menning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hennar. Anna Kristín ólst upp á Dalvík en flutti suður til Reykjavíkur og fór í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur eftir landspróf 1965, nýorðin sautján ára, og lauk þaðan prófi 1968. Hún hóf í raun leiklistarferilinn áður en hún útskrifaðist þegar hún lék í fyrsta íslenska sjónvarpsleikritinu, Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson. Eftir námið lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur til ársins 1973 þegar hún réðst til Þjóðleikhússins. Þar starfaði hún allt til ársins 2011. Anna Kristín tók þátt í fjölda leiksýninga á ferlinum. Þar má meðal annars nefna: Ímyndunarveikina, Með vífið í lúkunum, Amadeus, Vesalingana, Náttbólið, Lé konung, Stór og smár, Silfurtunglið, Oresteia Æskýlosar, Mávinn og Kæru Jelenu. Um frammistöðu Önnu Kristínar í Stóru og Smáu sagði í DV árið 1988 að trúlega væri um að ræða stærsta kvenhlutverk sem flutt hefði verið á íslensku leiksviði. Umfjöllun DV um Stórt og smátt laugardaginn 10. desember 1988.Tímarit.is Af leikverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Master Class - María Callas á sviði Íslensku óperunnar, Ferjan í Borgarleikhúsinu, Róðarí og Ég lifi enn í Tjarnarbíói. Hún var einnig virkur meðlimur 50+ leikhópsins. „Hin miðlæga persóna er leikin af Önnu Kristínu; flókið hlutverk en hún er horfin á innri svið, þar sem ótti og ofsóknaræði ræður ríkjum. Anna Kristín tók þetta hlutverk alla leið – og það gekk upp. Persónan holdgerðist í henni, hugur og líkami sameinaðist í túlkun og magnað að sjá það birtast í líkama og texta,“ skrifaði Jakob Bjarnar um frammistöðu Önnu Kristínar í Róðarí árið 2014. Á leikferlinum lék Anna Kristín í meira en hundrað útvarpsverkum auk kvikmynda- og sjónvarpsverkefna. Anna Kristín var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín í leiklist. Sambýlismaður Önnu Kristínar er Úlfar Þormóðsson. Börn hennar eru Garðar Svavar Gíslason, Brynja Valdís Gísladóttir og Matthildur Anna Gísladóttir.
Andlát Leikhús Menning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent