Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2025 07:30 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM. Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Sjá meira
Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Sjá meira
Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01