Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Aron Guðmundsson skrifar 6. mars 2025 07:30 Daníel Ingi Egilsson, Íslandsmethafi í langstökki Íslandsmethafinn í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið einmanaleg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolinmæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM. Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Síðasta ár var viðburðaríkt fyrir Daníel. Hann stórbætti meðal annars þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki og tók síðan metnaðarfullt og spennandi skref út til Svíþjóðar þar sem að hann æfir nú handleiðslu hins reynslumikla Yannick Tregaro sem hefur þjálfað íþróttafólk til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum. „Þetta er búið að vera mjög gaman en er erfiðara sagt en gert,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. „Maður getur fundið fyrir smá einmanaleika sökum þess að búa einn þarna úti. Þar hefur maður ekki sitt hefðbundna umhverfi og því hefur það tekið smá á og verið erfitt. Maður aðlagast þessu á endanum, þarf að gefa þessu smá tíma. Á heildina litið hefur þetta samt verið skemmtilegt og gaman. Ég sé ekki eftir að hafa gert þessar breytingar en þarf á sama tíma að gefa þessu aðeins lengri tíma og sjá hvað gerist.“ „Ég er búinn að vera í smá lægð árangurslega séð. Það er gott að vera með gott fólk í kringum sig sem segir að maður þurfi að gefa þessu tíma og vera þolinmóður. Sem er alveg rétt því breytingar hafa mikil áhrif á mann þó svo að maður geri sér ekki grein fyrir því. Daníel hefur leika á Evrópumótinu innanhúss í kvöld og er vel stemmdur. „Undirbúningurinn fyrir það er í gangi núna. Markmiðið að gera sitt allra besta. Væri frábært að geta komist í úrslit en ég ætla ekki að svekkja mig þótt ég komist ekki í úrslit því að þetta er bara mitt annað stórmót. Maður er bara rétt að byrja. Maður gerir sitt allra besta úti, leggur allt í sölurnar á brautinni.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Daníel stórbætti þrjátíu ára Íslandsmet Jóns Arnars Daníel Ingi Egilsson varð í dag Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti. Hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. 19. maí 2024 14:01