Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. mars 2025 10:33 Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokkurinn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun