Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Lovísa Arnardóttir skrifar 5. mars 2025 09:07 Heiða Björg fær föst mánaðarlaun sem borgarstjóri, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen. Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Í þessu eru innifalin laun fyrir setu hennar í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Þegar Heiða Björg hættir sem borgarstjóri fær hún samkvæmt samningi biðlaun í sex mánuði. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri er nú á biðlaunum í sex mánuði. Auk þessara launa fær Heiða samkvæmt ráðningarsamningi 155.453 krónur mánaðarlega í fastan starfskostnað. Auk þess kemur fram í ráðningarsamningi að borgarstjóri hafi embættisbifreið til umráða. Friðjón sagði það vekja furðu að borgarstjóri væri með hærri laun en forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Heiða Björg fær auk þess greiddar mánaðarlega 229.151 þúsund krónur vegna stjórnarformennsku í Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru samanlagt um þrjár milljónir. Auk þess fær Heiða Björg 854.470 þúsund krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um að ræða 3.867.886 milljónir króna. Hærri laun en forsætisráðherra Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði það vekja furðu á fundi borgarstjórnar í gær að Heiða Björg væri þá komin með hærri laun en forsætisráðherra, sem er með um 2,6 milljónir í mánaðarlaun, og spurði hvort það væri eðlilegt. Til samanburðar er forseti Íslands með um 3,9 milljónir í mánaðarlaun. Einar Þorsteinsson er á biðlaunum í sex mánuði sem borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna sagði laun kjörinna fulltrúa ekki eiga að vera launungarmál og sagði þetta nákvæmlega sama samning og Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi borgarfulltrúi, hefði fengið og að Einar væri að þiggja biðlaun samkvæmt þessum samningi næstu sex mánuði. Líf sagðist ekki skilja hvers vegna væri verið að gera laun borgarstjóra tortryggileg, launin væru opinber. Beri vott um gríðarlega sjálftöku Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meirihlutasamstarfið ekki byrja vel í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þetta ber vott um gríðarlega sjálftöku stjórnmálanna á Íslandi. Laun bæjarstjóra hér eru fráleitlega há, hærri en í stórum borgum erlendis. Borgarstjórinn í Reykjavík veitir forystu vinstri meirihlutasamstarfi sem vill væntanlega bæta kjör þeirra sem berjast í bökkun,“ segir Egill í færslunni. Fleiri taka undir þetta hjá honum á meðan nokkrir benda á að þetta séu sömu laun og Einar þáði sem borgarstjóri. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, til hægri, kom Heiðu til varnar á fundinum. Vísir/Vilhelm Ellen Jaqueline Calmon, framkvæmdastýra Píeta og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, bendir þó á að fyrrverandi formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi einnig sinnt starfi bæjarstjóra á sama tíma og hann var formaður. „Hún er með sömu laun og Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri var með. Hann fer nú á 6 mánaða sömu biðlaun þrátt fyrir að hafa sagt upp starfinu sjálfur. Biðlaunatími hans er nánast jafn langur og starfstími hans sem borgarstjóri. Og ekki man ég eftir að launin hans hafi verið sérstaklega til umræðu þegar hann tók við. Svo er þetta dæmigerð feðraveldis umfjöllun. Konur mega ekki hafa há laun, alls ekki hærri en karlar og ekki mega þær heldur græða á hlutabréfum. Því þá eru þær gráðugar og alls ekki hjartgóðar....eins og feðraveldið vill hafa þetta. Fyrrverandi formaður Sambandsins var einnig bæjarstjóri samtímis svo það sé sagt,“ segir Ellen.
Reykjavík Kjaramál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04 Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Tveir bæjarstjórar fengu um og yfir fimm milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum sem þeir fengu eftir að þeir náðu kjöri sem Alþingismenn. Annar þeirra, Rósa Guðbjartsdóttir, situr áfram sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. 18. janúar 2025 07:04
Fær um tólf milljónir í biðlaun sem skerðast ekki fái hann annað starf Geir Sveinsson fær greiddar um þrettán milljónir í nokkrum greiðslum sem hluta af starfslokasamningi. Greiðslur til Geirs skerðast ekki fái hann aðra vinnu þrátt fyrir bókun sem samþykkt var í bæjarráði um það. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti starfslokasamning hans í dag. 22. mars 2024 14:45