Sýning Arsenal í gærkvöld hófst á marki frá Jurrien Timber á 18. mínútu og strax í kjölfarið skoraði Ethan Nwaneri. Mikel Merino jók muninn í 3-0 áður en heimamenn skoruðu úr víti.
Martin Ödegaard skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleik og þeir Leandro Trossard og Riccardo Calafiori sitt markið hvor.
Í Madrid vann Real 2-1 sigur gegn Atlético. Rodrygo skoraði strax á fjórðu mínútu en Julian Alvarez jafnaði með frábæru skoti í stöng og inn. Sigurmark Brahim Díaz, snemma í seinni hálfleik, var einnig afar vel gert.