Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:32 Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Gefum börnunum okkar betri byrjun á deginum Hugsið ykkur dæmigerðan morgun á íslensku heimili. Klukkan hringir, allir stökkva á fætur, flýta sér inní eldhús, Hvar er nesti? Hvar er pokinn? hvar eru skórnir? Á augabragði verður morguninn að hraðskreiðu kapphlaupi þar sem allir reyna að koma sér út um dyrnar í tæka tíð. Í öllu þessu er eitt lítið barn sem lærir að hraðinn sé eðlilegur og að morgnarnir eigi að vera svona. Það trúir því að lífið gangi út á að flýta sér, að stressið sé óhjákvæmilegt. Í grunnskólanum sem ég var að kenna í var einu sinni lögð fyrir könnun þar sem börn fengu tækifæri til að tjá sig um líðan sína í skólanum. Þeirri könnun fylgdu óvænt svör. Aftur og aftur kom fram sú ósk barna að foreldrarnir hættu að segja: „Flýttu þér.“ Þessi einföldu orð lýsa því áreiti sem börn finna fyrir strax að morgni dags. Á aðeins 60 mínútum þarf allt að gerast – vakna, klæða sig, borða, bursta tennur, pakka í tösku, klæða sig í útiföt og komast út. Á milli þess að foreldrar reyna að koma börnum sínum í skóla og sjálfum sér í vinnu verður stressið nánast óumflýjanlegt. En hvað gerist þegar börnin byrja daginn svona? Þau mæta í skólann þreytt, svöng og andlega óstöðug. Ef morguninn einkennist af hraða og álagi, hvernig á dagurinn þá að ganga vel? Hvernig eiga þau að læra, vera einbeitt og skapa sér jákvæða skólaupplifun ef þau eru þegar komin út af sporinu áður en dagurinn hefst fyrir alvöru? Við getum breytt þessu. Það er á okkar valdi að skapa betri morgna fyrir börnin okkar. Í stað þess að hvetja þau stöðugt til að flýta sér, getum við sýnt þeim umhyggju og öryggi með einföldum orðum eins og: „Vantar þig eitthvað?“ Við getum veitt þeim nægan tíma til að vakna á rólegum nótum, borða næringarríkan morgunmat og undirbúa sig fyrir daginn á þeirra hraða. Þó að það krefjist aga og skipulags að breyta rútínunni, þá er það þess virði. Einfaldar aðgerðir geta gert stórkostlegan mun. Að vakna fyrr, þó það geti verið áskorun, getur skilað rólegri og ánægjulegri byrjun á deginum. Góður svefn skiptir sköpum, því börn sem fá nægan svefn eru betur í stakk búin til að takast á við verkefni dagsins. Morgunverkefnin þurfa ekki að vera á herðum foreldra eingöngu. Börn geta lært að undirbúa nesti, velja föt og jafnvel tekið þátt í að búa til morgunmat. Með skipulagi kvöldið áður er hægt að forðast álagið að finna föt, pakka í tösku og ákveða morgunmat í morgunrugginu. Það skiptir líka máli að velja næringarríkan morgunmat sem gefur orku og stöðugan blóðsykur frekar en skyndilausnir eins og svala eða jógúrt, sem oft innihalda mikinn sykur. En jafn mikilvæg og næringin er, þá skiptir andlegi undirbúningurinn ekki minna máli. Morgnarnir þurfa ekki að vera kapphlaup. Eitt djúpt andardrátt, eitt bros, ein róleg kveðja getur skipt sköpum fyrir líðan barnsins áður en það stígur út í daginn. Börnin okkar eru framtíðin, og þau eiga skilið að byrja daginn á réttum nótum – ekki í stressi, heldur í jafnvægi. Ef við gefum þeim þessa gjöf mun það ekki aðeins bæta dag þeirra heldur líka fjölskyldulífið í heild sinni. Hlutverk samfélagsins í þessu ferli er einnig mikilvægt. Áherslan hefur verið á foreldra, en skólar og samfélagið í heild sinni geta einnig hjálpað til við að skapa umhverfi sem styður við betri morgunrútínu. Seinkun á skólatíma fyrir yngri börn, meiri fræðsla um svefn og næringu, og stuðningur við fjölskyldur í gegnum samfélagsverkefni gæti skipt sköpum í þessari þróun. Því spyr ég: Erum við tilbúin að hætta að segja „Flýttu þér!“ og byrja að segja „Hvernig get ég hjálpað þér?“ Við getum breytt þessu – og við verðum að gera það. Fyrir börnin okkar. Fyrir framtíðina. Á morgun getum við öll prófað að byrja daginn á rólegum nótum, með einni spurningu, einu brosi, og breytt morgninum úr kapphlaupi í tíma til samveru og undirbúnings. Höfundur er töframaður og kennari.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun