Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar 4. mars 2025 14:01 Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar