Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Árni Sæberg skrifar 3. mars 2025 10:27 Mennirnir fóru í sjóinn við höfnina á Akranesi. Vísir/Arnar Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. Þetta segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Jens Heiðar segir að aldan hafi hrifið með sér tvo bíla sem voru á höfninni. Ökumaður annars þeirra hafi fylgt með út í sjó ásamt einum gangandi vegfaranda á höfninni. Slökkvilið hafi verið kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Fluttur til Reykjavíkur til öryggis Mennirnir tveir hafi ekki verið lengi ofan í sjónum og hafi komið sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir hafi verið kaldir og lemstraðir og báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar hafi í kjölfarið verið fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús til öryggis. Jens Heiðar kveðst ekki búa yfir nánari upplýsingum um líðan mannanna tveggja, skoðun verði að leiða hana í ljós. Engin mengun enn sem komið er Þá segir hann að bílarnir séu enn ofan í sjónum og verið sé að vinna í því að ná þeim upp ásamt köfurum. Enn sé þó beðið eftir því að veðrið gangi niður, enda sé mikill sjógangur. Ekki sjáist nein merki um olíumengun enn sem komið er en ekki sé ólíklegt að mengunar muni gæta. Loks segir hann að slökkviliðið hafi verið að störfum meira og minna alla helgina vegna veðurs. Helstu verkefni hafi verið verðmætabjörgun, til að mynda með því að dæla upp úr kjöllurum. Talsverður ágangur sjós hafi verið á Skaganum. Akranes Veður Slökkvilið Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Þetta segir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi, í samtali við Vísi en Mbl.is greindi fyrst frá. Jens Heiðar segir að aldan hafi hrifið með sér tvo bíla sem voru á höfninni. Ökumaður annars þeirra hafi fylgt með út í sjó ásamt einum gangandi vegfaranda á höfninni. Slökkvilið hafi verið kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Fluttur til Reykjavíkur til öryggis Mennirnir tveir hafi ekki verið lengi ofan í sjónum og hafi komið sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir hafi verið kaldir og lemstraðir og báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar hafi í kjölfarið verið fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús til öryggis. Jens Heiðar kveðst ekki búa yfir nánari upplýsingum um líðan mannanna tveggja, skoðun verði að leiða hana í ljós. Engin mengun enn sem komið er Þá segir hann að bílarnir séu enn ofan í sjónum og verið sé að vinna í því að ná þeim upp ásamt köfurum. Enn sé þó beðið eftir því að veðrið gangi niður, enda sé mikill sjógangur. Ekki sjáist nein merki um olíumengun enn sem komið er en ekki sé ólíklegt að mengunar muni gæta. Loks segir hann að slökkviliðið hafi verið að störfum meira og minna alla helgina vegna veðurs. Helstu verkefni hafi verið verðmætabjörgun, til að mynda með því að dæla upp úr kjöllurum. Talsverður ágangur sjós hafi verið á Skaganum.
Akranes Veður Slökkvilið Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira