Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 12:00 Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Máltækni Gervigreind Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun