„Sigur er alltaf sigur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. mars 2025 14:07 Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar. „Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
„Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira