Með sigrinum náði Birmingham tólf stiga forskoti á toppi deildarinnar. Liðið á einnig leik til góða á Wycombe sem er í 2. sætinu.
Taylor Gardner-Hickman skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu eftir sendingu frá markverði Birmingham, Ryan Allsop. Hann spilaði með Hetti í næstefstu deild hér á landi sumarið 2012.
Willum lék allan leikinn fyrir Birmingham sem hefur aðeins tapað tveimur af 32 deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekk Birmingham sem mætir Bolton Wanderers í næsta deildarleik sínum á þriðjudaginn.