„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 21:33 Þorgerður Katrín segir ljóst að Evrópa þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52