„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 21:33 Þorgerður Katrín segir ljóst að Evrópa þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52