Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:04 Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli, ásamt Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sem var fundarstjóri í Hvolnum. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun innan Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis, sem tók til starfa þann 1. janúar síðastliðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli hafa sjaldan eða aldrei verið eins kátir og þessa dagana því þeir voru að fá höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar á staðinn eða Náttúruverndarstofnun. Um eitt hundrað starfsmenn vinna hjá stofnuninni á starfsstöðvum út um allt land. Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Það var mikil hátíð í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli í gær þegar opnunarhátíð nýju stofnunarinnar, sem tók formlega til starfa um áramótin fór fram með söng, ræðum og veitingum. Einnig var nýtt merki stofnunarinnar kynnt en Náttúrufræðistofnun fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. En af hverju Hvolsvöllur? „Hér er nálægðin við náttúruna gríðarlega mikil og það er stutt í bæði friðland á Fjallabaki og Surtsey, sem er náttúrulega einstök hérna suður af. Síðan er í rauninni mjög stutt í Skógafoss, Dyrhólaey og Vatnajökulsþjóðgarð en Vatnajökulsþjóðgarður þekur um 15 þúsund ferkílómetra af landinu, sem er auðvitað magnað,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstöðumaður Náttúruverndarstofnunar. Fjöldi fólks mætti í Hvolinn til að fagna því að Náttúrverndarstofnun hefur tekið til starfa á Hvolsvelli. Þó aðsetur stofnunarinnar sé á Hvolsvelli þá dreifist starfsemin og starfsstöðvarnar um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýr ráðherra náttúruverndar mætti að sjálfsögðu á Hvolsvöll. „Ég held að það munu fara rosalega vel um stofnunina hérna á þessum góða stað. Ríkisstjórnin er auðvitað með metnaðarfull markmið um náttúruvernd, vernd líffræðilegs breytileika,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Hvað með sjálfan þig, ertu mikill náttúruverndar karl? „Já, ég myndi segja það,“ segir ráðherrann. Jóhann Páll Jóhannsson, Umhverfis- orku og loftslagsráðherra flutti ávarp í Hvolunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að föstu stöðugildin á Hvolsvelli séu ekki nema fjögur þá hefur það mikla þýðingu fyrir staðinn eins og fram kom hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Samsvarar það miðað við íbúafjölda að stofnunin með 268 starfsmenn tæki til starfa í Reykjavík. Já, þá er ég bara að tala um Reykjavík, ekki höfuðborgarsvæðið,“ sagði Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra í ræðustól. Og þetta í viðbót frá sveitarstjóranum. „Við erum auðvitað alsæl með þetta og bjóðum Náttúruverndarstofnun hjartanlega velkomna heim á Hvolsvöll.“ Á ríkið að gera meira af þessu að flytja stofnanir út á land? „Tvímælalaust, færa stofnanir nær verkefnunum sínum, já ég bara hvet ríkið til þess og taka einmitt þennan gjörning til fyrirmyndar, hann lukkaðist vel í alla staði,“ segir Anton Kári. Sigrún Ágústsdóttir, Guðlaugur Þór, alþingismaður og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða stofnunarinnar
Rangárþing eystra Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðgarðar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira