Íslenski boltinn

Víðir með Vest­manna­eyingum í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víðir í leik með ÍBV á sínum tíma.
Víðir í leik með ÍBV á sínum tíma. Vísir/Daníel

Hinn 32 ára gamli Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV og tekur slaginn með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar.

ÍBV greindi frá tíðindunum í dag. Þar segir að Víðir hafi framlengt samning sinn um eitt á eftir að hafa hjálpað liðinu upp um deild á síðustu leiktíð. Þá skoraði hann þrjú mörk í 16 leikjum.

Víðir hefur spilað með ÍBV, KFS, Stjörnunni, Fylki og Þrótti Reykjavík á ferli sínum. Alls hefur hann spilað 140 leiki í efstu deild og skorað í þeim 22 mörk. Alls eru KSÍ leikirnir 333 talsins og mörkin 75 talsins.

ÍBV sækir Víking heim í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×