„Rosalega íslensk umræða“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 12:10 Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Íþróttamaður ársins/Mummi Lú Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. Klukkan hálf fimm mun Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formlega setja landsfund Sjálfstæðisflokksins með sinni síðustu ræðu sem formaður flokksins. Á sunnudaginn mun koma í ljós hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Guðrún Hafsteinsdóttir taki við keflinu af Bjarna. Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir mikla stemmningu vera í Laugardalshöllinni og að fólk hafi hrannast inn um leið og dyrnar voru opnar í morgun. „Hér voru dyrnar opnar klukkan hálf níu í morgun og fylltist strax salurinn af fólki að ná sér í pakkana sína. Það er gríðarleg spenna fyrir þessum landsfundi, eðlilega. Sem stefnir í að vera sá stærsti í sögunni og ein stærsta pólitíska samkoma sem sést hefur með 2.200 manns sem verða hér þegar mest verður um helgina.“ „Fólk var að tala um holt og heiðar“ Tómas bætir við að allir bíði mjög spenntir eftir því að sjá setningarræðu Bjarna. „Það gæti verið ansi þröngt á þingi þó að Laugardalshöllin rúmi marga. Það er opinn viðburður og ekki bara fyrir þá sem eru skráðir landsfundarfulltrúar. Það er fyrir sjálfstæðismenn og í rauninni hvern sem er sem vill sjá þetta. Það verður væntanlega margt um manninn þegar þessi stórmerkilegi formaður og pólitíkus setur landsfund og kveður um leið.“ Til umræðu var innan Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi meðal annars með vísun til slæmra veðurskilyrða í febrúar. Jens Garðar Helgason, þingmaður sem býður fram til varaformanns, sagði við fréttastofu í desember að formenn málefnanefnda flokksins hefðu rætt mögulega frestun fundarins. Jens Garðar sagði helstu ástæðuna vera þá að brugðið gæti til beggja vona varðandi verður og færð á vegum seint í febrúar. Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Tómas segir alla þó hafa komist leiðar sinnar á fundinn. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því.“ Of snemmt að útiloka varaformannsframboð Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður ræddu baráttuna um formannsembættið í bítinu í morgun. Þórður sagði að um drengilega baráttu væri að ræða hingað til. „Auðvitað færist hiti í leikinn svona síðustu daganna, fyrir helgina. Það eru einhverjar blammeringar á samfélagsmiðlum og það er oft meiri hiti í baklandi frambjóðenda en í frambjóðendum sjálfum.“ Vísar Þórður þar með í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar þar sem hann gagnrýndi Guðrúnu. Ómögulegt sé að segja til um hver muni bera sigur úr býtum. „Það áhugaverða er að það er engin leið að átta sig á hvernig landið liggur. Menn eru að reyna telja þetta út út frá flokksfélögunum sem eru tilnefndir á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn algjörlega í myrkrinu.“ Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þingmenn Sjálfstæðisflokksins sækjast ein eftir varaformannsembættinu en of snemmt sé að útiloka hvort Áslaug eða Guðrún blandi sér í þá baráttu. „Ef það er tæplega hálfur landsfundur sem vill fá þig sem formann, þá gæti sú sem lýtur í lægra haldi nýtt sér það áfram í varaformannskjörið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Klukkan hálf fimm mun Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formlega setja landsfund Sjálfstæðisflokksins með sinni síðustu ræðu sem formaður flokksins. Á sunnudaginn mun koma í ljós hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Guðrún Hafsteinsdóttir taki við keflinu af Bjarna. Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir mikla stemmningu vera í Laugardalshöllinni og að fólk hafi hrannast inn um leið og dyrnar voru opnar í morgun. „Hér voru dyrnar opnar klukkan hálf níu í morgun og fylltist strax salurinn af fólki að ná sér í pakkana sína. Það er gríðarleg spenna fyrir þessum landsfundi, eðlilega. Sem stefnir í að vera sá stærsti í sögunni og ein stærsta pólitíska samkoma sem sést hefur með 2.200 manns sem verða hér þegar mest verður um helgina.“ „Fólk var að tala um holt og heiðar“ Tómas bætir við að allir bíði mjög spenntir eftir því að sjá setningarræðu Bjarna. „Það gæti verið ansi þröngt á þingi þó að Laugardalshöllin rúmi marga. Það er opinn viðburður og ekki bara fyrir þá sem eru skráðir landsfundarfulltrúar. Það er fyrir sjálfstæðismenn og í rauninni hvern sem er sem vill sjá þetta. Það verður væntanlega margt um manninn þegar þessi stórmerkilegi formaður og pólitíkus setur landsfund og kveður um leið.“ Til umræðu var innan Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi meðal annars með vísun til slæmra veðurskilyrða í febrúar. Jens Garðar Helgason, þingmaður sem býður fram til varaformanns, sagði við fréttastofu í desember að formenn málefnanefnda flokksins hefðu rætt mögulega frestun fundarins. Jens Garðar sagði helstu ástæðuna vera þá að brugðið gæti til beggja vona varðandi verður og færð á vegum seint í febrúar. Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Tómas segir alla þó hafa komist leiðar sinnar á fundinn. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því.“ Of snemmt að útiloka varaformannsframboð Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður ræddu baráttuna um formannsembættið í bítinu í morgun. Þórður sagði að um drengilega baráttu væri að ræða hingað til. „Auðvitað færist hiti í leikinn svona síðustu daganna, fyrir helgina. Það eru einhverjar blammeringar á samfélagsmiðlum og það er oft meiri hiti í baklandi frambjóðenda en í frambjóðendum sjálfum.“ Vísar Þórður þar með í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar þar sem hann gagnrýndi Guðrúnu. Ómögulegt sé að segja til um hver muni bera sigur úr býtum. „Það áhugaverða er að það er engin leið að átta sig á hvernig landið liggur. Menn eru að reyna telja þetta út út frá flokksfélögunum sem eru tilnefndir á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn algjörlega í myrkrinu.“ Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þingmenn Sjálfstæðisflokksins sækjast ein eftir varaformannsembættinu en of snemmt sé að útiloka hvort Áslaug eða Guðrún blandi sér í þá baráttu. „Ef það er tæplega hálfur landsfundur sem vill fá þig sem formann, þá gæti sú sem lýtur í lægra haldi nýtt sér það áfram í varaformannskjörið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira