Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 16:50 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira