Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar 28. febrúar 2025 08:31 Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Nú þarf að byggja ofan á þetta og halda áfram vinnu við að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar eigi þétt samtal um sitt kjaraumhverfi og hefji samtal um virðismat á störfum sínum. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf að bæta verulega. Áframhaldandi vinna við þróun mönnunarviðmiða var fest í sessi í síðustu kjarasamningum, sem er mikilvægt skref. Rannsóknir sýna að rétt mönnun hjúkrunarfræðinga stuðlar að öruggri hjúkrun fyrir skjólstæðinga og er jafnframt hagkvæm, þar sem hún dregur úr dánartíðni og fylgikvillum. Það er forgangsmál að lögfesta mönnunarviðmið til að tryggja öryggi skjólstæðinga og auka starfsöryggi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga. Víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga þarf að fara á skrið, en lítið hefur þokast í færslu verkefna milli heilbrigðisstétta. Hæfni og þekking hjúkrunarfræðinga er mikil og sýnt hefur verið fram á að víkkað starfssvið hjúkrunarfræðinga er öruggt, hagkvæmt og skilar sér í aukinni ánægju sjúklinga með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Hér þurfa bæði að eiga sér stað menningarbundnar breytingar og breytingar á lögum og reglugerðum. Sérfræðingar í hjúkrun eiga að nýta faglega þekkingu sína til fulls, eins og þekkist í öðrum löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við. Það stuðlar að betri nýtingu mannafla og aukinni skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Rannsóknir eru undirstaða vísinda, og hjúkrunarfræði sem vísindagrein byggir á þeim grunni. Áfram þarf að efla og styrkja rannsóknir í hjúkrun á Íslandi og styðja þannig við sívaxandi rannsókna- og vísindastarf í faginu. Hjúkrun þarf að vera raunhæfur kostur fyrir alla, óháð kyni eða uppruna. Mikilvægt er að laða að fjölbreyttan hóp og tryggja að stéttin endurspegli þann breiða hóp skjólstæðinga sem hún sinnir. Hjúkrunarþörf fer vaxandi um allan heim, og því verðum við að leita að hæfum einstaklingum úr öllum hópum samfélagsins, ekki aðeins helmingi þess. Hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni eru mikilvægir í íslensku heilbrigðiskerfi og við eigum að styðja þá sem flytja hingað til starfa á eigin vegum. Ísland á að fylgja tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um siðferðilegar ráðningar milli landa. Heildrænt móttökuferli þarf að vera til staðar með góðri aðlögun þar sem tungumálakunnátta og hæfni er staðfest ásamt inngildingu í samfélagið. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægum störfum í stjórnsýslu, en skortur er á formlegum málsvara og ráðgefandi aðila sem hefur heildarsýn og leiðir faglega þróun hjúkrunar, fjölmennustu stéttarinnar í heilbrigðiskerfinu. Því er brýnt að stofna embætti yfirhjúkrunarfræðings, sem hefur yfirsýn yfir mönnun og þróun hjúkrunarþjónustu, auk þess að móta faglega stefnu yfirvalda hvað varðar hjúkrunarþjónustu í landinu. Undirrituð býður sig fram til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og óskar eftir stuðningi hjúkrunarfræðinga í kosningum félagsins sem fara fram rafrænt frá hádegi 28. febrúar til hádegis 4. mars. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri fagsviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun