Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:22 Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir jákvætt að það haldi áfram að draga úr verðbólgu og gefa von um frekari lækkun stýrivaxta. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið minni hér á landi í fjögur ár en hún mælist nú 4,2 prósent. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir þetta auka líkur á að Seðlabankinn stígi stærri skref í stýrivaxtalækkunarferli sínu. Ákveðin óvissa fylgi þó yfirlýsingum Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á vörur frá Evrópusambandinu. Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“ Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Sjá meira
Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22