Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:22 Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir jákvætt að það haldi áfram að draga úr verðbólgu og gefa von um frekari lækkun stýrivaxta. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið minni hér á landi í fjögur ár en hún mælist nú 4,2 prósent. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir þetta auka líkur á að Seðlabankinn stígi stærri skref í stýrivaxtalækkunarferli sínu. Ákveðin óvissa fylgi þó yfirlýsingum Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á vörur frá Evrópusambandinu. Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“ Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Hagstofan birti í morgun nýjar verðbólgutölur og sýna þær að áfram dregur úr verðbólgu hér á landi. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í febrúar árið 2021. Mest mældist verðbólgan fyrir tveimur árum eða í febrúar 2023 en þá mældist hún 10,2 prósent. Una Jónsdóttir aðalhagfræðingur Landsbankans segir tölurnar góðar fréttir. „Við sjáum verðbólgu hjaðna hérna úr 4,6 prósentum niður í 4,2 prósent. Við vorum búin að spá því að hjöðnunin yrði aðeins minni. Við myndum vera með 4,3 prósenta verðbólgu. Þannig þetta kemur ánægjulega á óvart.“ Áhrif á vaxtaákvörðun Minni verðbólga hafi væntanlega áhrif á stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans. „Ég held að þetta auki líkurnar á vaxtalækkun. Að þetta lækkunarferli haldi áfram. Næsta stýrivaxtaákvörðun er núna 19. mars og ég held að það verði annað hvort tuttugu og fimm eða fimmtíu punkta lækkun þá. Þetta kannski frekar eykur líkurnar á að það sé tekið aðeins stærra skref.“ Hún telur að draga muni frekar úr verðbólgu næstu mánuði. „Mín skoðun er sú að okkur gangi örugglega ágætlega ná verðbólgu niður í svona sirka 4 prósent eins og við sjáum núna vera að gerast. Svo gæti alveg orðið erfitt að ná henni eitthvað frekar niður. Ég er ekki að segja að það gerist ekki það bara myndi taka aðeins lengri tíma. Við sjáum núna að það eru stórir hækkunarmánuðir á húsnæði sem eru að detta út úr tólf mánaða mælingu verðbólgunnar sem að mun svona gera það að verkum að hjöðnunin verður ágætlega hröð núna allra næstu mánuði en svo held ég að það hægi aðeins á henni.“ Óvissuþættir Ýmsir óvissuþættir séu til staðar í hagkerfinu. Til að mynda boðaði Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag að hann ætli sér að leggja tuttugu og fimm prósenta tolla á innfluttar vörur frá Evrópusambandinu til Bandaríkjanna. „Það er sannarlega mikil óvissa í heimshagkerfinu akkúrat þessa stundina og sú óvissa hefur nú ekki minnkað við yfirlýsingu sem þessa. Hvaða áhrif það mun hafa beint á verðbólgu og vaxtaþróun er of snemmt að segja í raun og veru til um. Við þurfum fyrir það fyrsta að sjá hvort þetta verði að veruleika og þá líka sömuleiðis hvaða áhrif það mun hafa.“
Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Tengdar fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22 Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í fjögur ár Verðbólga mælist nú 4,2 prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 2,7 síðust tólf mánuði. 27. febrúar 2025 09:22
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf