Flokki fólksins einum refsað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. vísir/Anton Brink Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“ Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“
Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira