Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2025 11:57 Björn Thorsteinsson lætur ekki deigan síga í deilu sinni við Þórð Má Jóhannesson þrátt fyrir niðurstöðu dómstóla. Framkvæmdastjóri Lyfjablóms á von á því að ákæra verði gefin út á hendur Þórði Má Jóhannessyni fjárfesti vegna viðskiptagjörninga þess síðarnefnda sem forstjóri Gnúps fjárfestingarfélag. Hann stefnir á að fara með mál sitt á hendur Þórði og fyrrverandi ráðherra til endurupptökudómstóls. Hæstiréttur hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms sem stefndi Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi ráðherra, og krafðist 2,3 milljarða króna greiðslu í tengslum við umdeilda viðskiptagerninga árin fyrir hrun. Áður höfðu bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknað Þórð Má og Sólveigu. Þórður Már sagði í yfirlýsingu í gær að niðurstaða dómstóla talaði sínu máli. Allar ásakanir Björns væru tilhæfulausar en hann ætlaði ekki að elta ólar við hann frekar. Björn hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af yfirlýsingu Þórðar Más. „Lögreglan hefur þegar opnað sakamálarannsókn á framburði tiltekinna einstaklinga fyrir dómi sem leiddu til sýknu dómstóla í hinu svokallaða Gnúpsmáli,“ segir Björn í yfirlýsingu sinni. Vísar Björn þar til rannsóknar lögreglu á tveimur endurskoðendum vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi. „Þórður Már Jóhannesson greiddi 2 milljarða hlutafé sitt til Gnúps Fjárfestingarfélags þann 23.oktober 2006 og eignaðist þar með um 7% hlut í félaginu. Daginn eftir, þann 24. október 2006, eru fyrrgreindir 2 milljarðar millifærðir af reikningi Gnúps m.a. til aðila sem áttu ekki eignarhlut í Gnúp. Á þessum tíma var engin starfsemi hafin í Gnúp fjárfestingarfélagi og einungis einn maður með prókúru fyrir Gnúp, þ.e. Þórður Már,“ segir Björn. Þórður Már hafi gefið þrjár ólíkar skýringar fyrir dómi á því af hverju innborgað hlutafé hans til Gnúps hafi horfið daginn eftir af bankareikningi félagsins. „Allar voru þær hraktar fyrir dómi. Fjórða skýringin fólst í framburði Þórðar sem vitni sem og framlagningu tiltekinna skjala af hans hálfu og persónulegs endurskoðanda hans sem var jafnframt endurskoðandi Gnúps hf. Dómstólar segja í dómi sínum að sú skýring sem stefndi, Þórður Már hafi gefið í framburði sínum hafi fengið stoð í framburði endurskoðanda Gnúps, sem staðfesti skýringuna fyrir dómi og þ.a.l. hafi umrædd millifærsla ekki falið í sér ólögmæta úthlutun fjármuna úr Gnúp fjárfestingarfélagi í andstöðu við ákvæði laga um hlutafélög.“ Nýleg gögn sýni hvert þessir fjármunir hafi raunverulega farið. „Þau gögn passa engan veginn við eiðsvarinn framburð Þórðar Más og endurskoðanda hans og framlagningu skjala þeirra fyrir dómstóla. Lyfjablóm ehf hefur einnig komist yfir tölvupóstsamskipti Þórðar Más við þá aðila sem veittu honum aðstoð við fyrrgreindar millifærslur og sent lögreglu á næstu dögum. Þórður Már sem og persónulegur endurskoðandi hans fá þar tækifæri þar til að skýra eiðsvarna framburði sína og framlagningu skjala sem leiddu til sýknu enda liggur fyrir 6 ára refsirammi fyrir ljúgvitni fyrir dómi og framlagningu falsaðra skjala fyrir dómí í því skyni að hafa áhrif á úrslit dómsmáls,“ segir Björn og vísar til almennra hegningarlaga. „Takist Þórði Má og persónulegum endurskoðanda hans ekki að hrekja þessi nýlegu gögn hjá lögreglu er ljóst að ákæra verður gefin út á hendur honum og endurskoðanda hans fyrir brot á fyrrgreindum almennum hegningarlögum. Lyfjablóm mun þá einnig senda málið áfram til endurupptökudómstóls sem var beinlínis settur á stofn til að taka upp dómsmál þar sem niðurstaðan er bersýnilega röng.“ Þá rifjar Björn upp fréttatilkynningu Þórðar Más þann 9. janúar árið 2008 varðandi örlög Gnúps sem hann undirriti sem forstjóri Gnúps, fjárfestingarfélags um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Fréttatilkynningunni hafi lokið með eftirfarandi orðum: „Aðgerðirnar hafa tryggt félaginu fjárhagslegan sveigjanleika til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum áfram“. Björn segir Þórð Má hafa gleymt að taka fram að daginn áður hafi hann undirritað samning þess efnis að Glitnir banki tæki yfir alla stjórn Gnúps enda félagið komið í þrot og ekki getað borgað gjaldfallna víxla sína né aðrar skuldir. „Skv.nýlegum gögnum þurfti að lána Gnúp umtalsverða fjármuni til að standa skil á þessum skuldum og því ljóst að fyrrgreind fréttatilkynning Þórðar Más er hreinn uppspuni frá upphafi til enda. Þórður Már gleymdi einnig að taka fram að hann bað sérstaklega um skaðleysi frá Glitni banka vegna starfa hans fyrir Gnúp fjárfestingarfélags þegar félagið var komið í þrot og var slíkt skaðleysi veitt honum til handa,“ segir Björn og boðar frekari umfjöllun um viðskipti Þórðar Más og KPMG, sem hafi bæði verið persónulegur endurskoðandi Þórðar Más og Gnúps, í bók á heimasíðu Lyfjablóms síðar á árinu. Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Dómsmál Lögreglumál Hrunið Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms sem stefndi Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur, fyrrverandi ráðherra, og krafðist 2,3 milljarða króna greiðslu í tengslum við umdeilda viðskiptagerninga árin fyrir hrun. Áður höfðu bæði héraðsdómur og Landsréttur sýknað Þórð Má og Sólveigu. Þórður Már sagði í yfirlýsingu í gær að niðurstaða dómstóla talaði sínu máli. Allar ásakanir Björns væru tilhæfulausar en hann ætlaði ekki að elta ólar við hann frekar. Björn hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af yfirlýsingu Þórðar Más. „Lögreglan hefur þegar opnað sakamálarannsókn á framburði tiltekinna einstaklinga fyrir dómi sem leiddu til sýknu dómstóla í hinu svokallaða Gnúpsmáli,“ segir Björn í yfirlýsingu sinni. Vísar Björn þar til rannsóknar lögreglu á tveimur endurskoðendum vegna meints ljúgvitnis fyrir dómi. „Þórður Már Jóhannesson greiddi 2 milljarða hlutafé sitt til Gnúps Fjárfestingarfélags þann 23.oktober 2006 og eignaðist þar með um 7% hlut í félaginu. Daginn eftir, þann 24. október 2006, eru fyrrgreindir 2 milljarðar millifærðir af reikningi Gnúps m.a. til aðila sem áttu ekki eignarhlut í Gnúp. Á þessum tíma var engin starfsemi hafin í Gnúp fjárfestingarfélagi og einungis einn maður með prókúru fyrir Gnúp, þ.e. Þórður Már,“ segir Björn. Þórður Már hafi gefið þrjár ólíkar skýringar fyrir dómi á því af hverju innborgað hlutafé hans til Gnúps hafi horfið daginn eftir af bankareikningi félagsins. „Allar voru þær hraktar fyrir dómi. Fjórða skýringin fólst í framburði Þórðar sem vitni sem og framlagningu tiltekinna skjala af hans hálfu og persónulegs endurskoðanda hans sem var jafnframt endurskoðandi Gnúps hf. Dómstólar segja í dómi sínum að sú skýring sem stefndi, Þórður Már hafi gefið í framburði sínum hafi fengið stoð í framburði endurskoðanda Gnúps, sem staðfesti skýringuna fyrir dómi og þ.a.l. hafi umrædd millifærsla ekki falið í sér ólögmæta úthlutun fjármuna úr Gnúp fjárfestingarfélagi í andstöðu við ákvæði laga um hlutafélög.“ Nýleg gögn sýni hvert þessir fjármunir hafi raunverulega farið. „Þau gögn passa engan veginn við eiðsvarinn framburð Þórðar Más og endurskoðanda hans og framlagningu skjala þeirra fyrir dómstóla. Lyfjablóm ehf hefur einnig komist yfir tölvupóstsamskipti Þórðar Más við þá aðila sem veittu honum aðstoð við fyrrgreindar millifærslur og sent lögreglu á næstu dögum. Þórður Már sem og persónulegur endurskoðandi hans fá þar tækifæri þar til að skýra eiðsvarna framburði sína og framlagningu skjala sem leiddu til sýknu enda liggur fyrir 6 ára refsirammi fyrir ljúgvitni fyrir dómi og framlagningu falsaðra skjala fyrir dómí í því skyni að hafa áhrif á úrslit dómsmáls,“ segir Björn og vísar til almennra hegningarlaga. „Takist Þórði Má og persónulegum endurskoðanda hans ekki að hrekja þessi nýlegu gögn hjá lögreglu er ljóst að ákæra verður gefin út á hendur honum og endurskoðanda hans fyrir brot á fyrrgreindum almennum hegningarlögum. Lyfjablóm mun þá einnig senda málið áfram til endurupptökudómstóls sem var beinlínis settur á stofn til að taka upp dómsmál þar sem niðurstaðan er bersýnilega röng.“ Þá rifjar Björn upp fréttatilkynningu Þórðar Más þann 9. janúar árið 2008 varðandi örlög Gnúps sem hann undirriti sem forstjóri Gnúps, fjárfestingarfélags um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Fréttatilkynningunni hafi lokið með eftirfarandi orðum: „Aðgerðirnar hafa tryggt félaginu fjárhagslegan sveigjanleika til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum áfram“. Björn segir Þórð Má hafa gleymt að taka fram að daginn áður hafi hann undirritað samning þess efnis að Glitnir banki tæki yfir alla stjórn Gnúps enda félagið komið í þrot og ekki getað borgað gjaldfallna víxla sína né aðrar skuldir. „Skv.nýlegum gögnum þurfti að lána Gnúp umtalsverða fjármuni til að standa skil á þessum skuldum og því ljóst að fyrrgreind fréttatilkynning Þórðar Más er hreinn uppspuni frá upphafi til enda. Þórður Már gleymdi einnig að taka fram að hann bað sérstaklega um skaðleysi frá Glitni banka vegna starfa hans fyrir Gnúp fjárfestingarfélags þegar félagið var komið í þrot og var slíkt skaðleysi veitt honum til handa,“ segir Björn og boðar frekari umfjöllun um viðskipti Þórðar Más og KPMG, sem hafi bæði verið persónulegur endurskoðandi Þórðar Más og Gnúps, í bók á heimasíðu Lyfjablóms síðar á árinu.
Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Dómsmál Lögreglumál Hrunið Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira