Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2025 22:12 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, í nýja biðsalnum. Stefán Ingvarsson Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Leifsstöð og nýja álman skoðuð. Með henni verður heildarflatarmál flugstöðvarinnar orðið 98 þúsund fermetrar. Komufarþegar voru fyrstir til að upplifa nýju viðbygginguna með stærri töskusal, sem opnaður var í fyrra. Nýtt veitingasvæði hefur smásaman verið að bætast við undanfarna mánuði og á svokölluðu Aðalstræti er núna búið að opna þrjá nýja veitingastaði. Í dag varð svo stóra breytingin með nýjum biðsal og nýjum landgönguhliðum. Aðalstræti er nafn á mathöll í nýju álmunni.Stefán Ingvarsson „Þetta er þrjátíu prósent stækkun á flugstöðinni, sem er að sjálfsögðu umtalsvert. Við erum bara mjög stolt af því að vera að opna þetta mannvirki hér í dag og fara að bjóða upp á enn betri þjónustu fyrir okkar farþega,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Og segir þetta þýða nýja upplifun fyrir farþega. „Það eru stærri hlið. Það er meira pláss til að setjast. Það er vítt til veggja og salurinn er allur mjög bjartur.“ Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu.Stefán Ingvarsson Fyrstu farþegarnir fóru í gegn í dag en þeir notuðu tvö ný rútuhlið. Landgöngurönum mun einnig fjölga. Þannig bætast fjórir slíkir ranar við á næstu vikum. Eitt nýtt flugvélarstæði verður tekið í notkun á hverjum miðvikudegi næstu þrjár vikur. „Og vonandi í lok marsmánaðar þá verður þessi bygging komin í fulla virkni,“ segir Guðmundur Daði. Viðbyggingin bætir úr brýnni þörf. „Farþegavöxtur á síðasta áratug var nánast ótrúlegur hér á flugvellinum og við náðum einfaldlega ekki að halda í við þann farþegafjölda fram til 2020. Þannig að við erum í raun ennþá hér að vinna upp þá miklu farþegaaukningu sem var á síðasta áratug og þurfum að halda því áfram.“ Fjórir nýjar landgöngubrýr bætast við.Stefán Ingvarsson Stórir hlutar byggingarinnar verða þó ekki aðgengilegir farþegum, eins og farangurssalir í kjallara, þar sem töskurnar munu rúlla inn og út á færiböndum. Framkvæmdin er með þeim stærstu í landinu. „Heildarkostnaður á mannvirkinu, flughlaðinu og öllu sem fylgir, er 29,5 milljarðar króna,“ segir framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Icelandair Play Suðurnesjabær Reykjanesbær Tengdar fréttir Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. 3. nóvember 2021 19:39 Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 2. júní 2021 11:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í Leifsstöð og nýja álman skoðuð. Með henni verður heildarflatarmál flugstöðvarinnar orðið 98 þúsund fermetrar. Komufarþegar voru fyrstir til að upplifa nýju viðbygginguna með stærri töskusal, sem opnaður var í fyrra. Nýtt veitingasvæði hefur smásaman verið að bætast við undanfarna mánuði og á svokölluðu Aðalstræti er núna búið að opna þrjá nýja veitingastaði. Í dag varð svo stóra breytingin með nýjum biðsal og nýjum landgönguhliðum. Aðalstræti er nafn á mathöll í nýju álmunni.Stefán Ingvarsson „Þetta er þrjátíu prósent stækkun á flugstöðinni, sem er að sjálfsögðu umtalsvert. Við erum bara mjög stolt af því að vera að opna þetta mannvirki hér í dag og fara að bjóða upp á enn betri þjónustu fyrir okkar farþega,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Og segir þetta þýða nýja upplifun fyrir farþega. „Það eru stærri hlið. Það er meira pláss til að setjast. Það er vítt til veggja og salurinn er allur mjög bjartur.“ Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu.Stefán Ingvarsson Fyrstu farþegarnir fóru í gegn í dag en þeir notuðu tvö ný rútuhlið. Landgöngurönum mun einnig fjölga. Þannig bætast fjórir slíkir ranar við á næstu vikum. Eitt nýtt flugvélarstæði verður tekið í notkun á hverjum miðvikudegi næstu þrjár vikur. „Og vonandi í lok marsmánaðar þá verður þessi bygging komin í fulla virkni,“ segir Guðmundur Daði. Viðbyggingin bætir úr brýnni þörf. „Farþegavöxtur á síðasta áratug var nánast ótrúlegur hér á flugvellinum og við náðum einfaldlega ekki að halda í við þann farþegafjölda fram til 2020. Þannig að við erum í raun ennþá hér að vinna upp þá miklu farþegaaukningu sem var á síðasta áratug og þurfum að halda því áfram.“ Fjórir nýjar landgöngubrýr bætast við.Stefán Ingvarsson Stórir hlutar byggingarinnar verða þó ekki aðgengilegir farþegum, eins og farangurssalir í kjallara, þar sem töskurnar munu rúlla inn og út á færiböndum. Framkvæmdin er með þeim stærstu í landinu. „Heildarkostnaður á mannvirkinu, flughlaðinu og öllu sem fylgir, er 29,5 milljarðar króna,“ segir framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Icelandair Play Suðurnesjabær Reykjanesbær Tengdar fréttir Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. 16. janúar 2025 11:13 Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. 3. nóvember 2021 19:39 Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 2. júní 2021 11:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Reikna með 8,4 milljónum farþega Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018. 16. janúar 2025 11:13
Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. 3. nóvember 2021 19:39
Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 2. júní 2021 11:30