Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 12:16 Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Félagasamtök Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun