Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:21 Á sama tíma og Trump hefur skorið upp herör gegn hælisleitendum vill hann selja 10 milljón búseturétti, sem geta svo leitt til ríkisborgararéttar, á fimm milljónir dala per haus. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. „Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
„Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira