Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar 26. febrúar 2025 12:32 Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun