Hildur ráðin forstjóri Advania Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2025 09:20 Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Advania Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Hildur sé reynslumikill stjórnandi og leiðtogi. Fyrr í þessum mánuði hafi hún látið af störfum sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Emblu Medical, áður Össuri, þar sem hún hafi starfað í sextán ár. Hún hafi víðtæka reynslu og þekkingu á nýsköpun, stefnumótun og alþjóðlegum sölu- og markaðsmálum. Hún sé rafmagns- og tölvuverkfræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í læknisfræðilegri verkfræði frá Imperial College London. Hildur hafi einnig lokið stjórnendanámi við Harvard Business School. „Það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að starfa fyrir jafn metnaðarfullt félag og Advania. Ég er full tilhlökkunar að kynnast nýjum samstarfsfélögum og þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem nýta sér lausnir og þjónustu Advania. Upplýsingatækni er í gríðarlegum vexti og heldur áfram að gegna mikilvægu hlutverki víðsvegar í samfélaginu. Tækifærin til framþróunar eru óþrjótandi; á sviðum gervigreindar, stafrænnar þjónustu, sjálfbærni og net- og rekstraröryggismála svo örfá dæmi séu nefnd,“ er haft eftir Hildi. Ægir í mannauðsmálin Við ráðninguna stígi Ægir Már Þórisson úr forstjórastólnum og taki að sér að leiða mannauðs- og vinnustaðamenningu félagsins þvert á lönd og markaði. Starfsmenn Advania séu nú ríflega fimm þúsund talsins, á 53 starfsstöðvum í níu löndum. „Uppgangur félagsins hefur verið ótrúlegur undanfarin ár og Advania er orðið stærsta óskráða upplýsingatæknifélag Evrópu, með ársveltu upp á 250 milljarða króna. Vöxturinn byggir alfarið á starfsfólkinu, vinnulaginu okkar og einstakri fyrirtækjamenningu. Í mínum huga er ekkert mikilvægara en að hlúa áfram að mannauðnum og búa svo um hnútana að fólk fái notið hæfileika sinna. Þannig heldur félagið okkar áfram að stækka og dafna um ókomna tíð. Ég hlakka svo sannarlega til þess að taka við nýju hlutverki,“ er haft eftir honum. Vistaskipti Tækni Upplýsingatækni Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Hildur sé reynslumikill stjórnandi og leiðtogi. Fyrr í þessum mánuði hafi hún látið af störfum sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Emblu Medical, áður Össuri, þar sem hún hafi starfað í sextán ár. Hún hafi víðtæka reynslu og þekkingu á nýsköpun, stefnumótun og alþjóðlegum sölu- og markaðsmálum. Hún sé rafmagns- og tölvuverkfræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í læknisfræðilegri verkfræði frá Imperial College London. Hildur hafi einnig lokið stjórnendanámi við Harvard Business School. „Það er mikill heiður að fá tækifæri til þess að starfa fyrir jafn metnaðarfullt félag og Advania. Ég er full tilhlökkunar að kynnast nýjum samstarfsfélögum og þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem nýta sér lausnir og þjónustu Advania. Upplýsingatækni er í gríðarlegum vexti og heldur áfram að gegna mikilvægu hlutverki víðsvegar í samfélaginu. Tækifærin til framþróunar eru óþrjótandi; á sviðum gervigreindar, stafrænnar þjónustu, sjálfbærni og net- og rekstraröryggismála svo örfá dæmi séu nefnd,“ er haft eftir Hildi. Ægir í mannauðsmálin Við ráðninguna stígi Ægir Már Þórisson úr forstjórastólnum og taki að sér að leiða mannauðs- og vinnustaðamenningu félagsins þvert á lönd og markaði. Starfsmenn Advania séu nú ríflega fimm þúsund talsins, á 53 starfsstöðvum í níu löndum. „Uppgangur félagsins hefur verið ótrúlegur undanfarin ár og Advania er orðið stærsta óskráða upplýsingatæknifélag Evrópu, með ársveltu upp á 250 milljarða króna. Vöxturinn byggir alfarið á starfsfólkinu, vinnulaginu okkar og einstakri fyrirtækjamenningu. Í mínum huga er ekkert mikilvægara en að hlúa áfram að mannauðnum og búa svo um hnútana að fólk fái notið hæfileika sinna. Þannig heldur félagið okkar áfram að stækka og dafna um ókomna tíð. Ég hlakka svo sannarlega til þess að taka við nýju hlutverki,“ er haft eftir honum.
Vistaskipti Tækni Upplýsingatækni Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira