Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2025 19:40 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að samstarf Úkraínumanna og Bandaríkjamanna sé gífurlega mikilvægt. AP/Laurent Cipriani Ráðamenn í Úkraínu hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn Donalds Trump, um samstarf á sviði efnahagsmála. Þetta kemur fram í frétt Financial Times en þar segir að Bandaríkjamenn hafi látið af kröfum sínum um fimm hundruð milljarða dala sjóð sem helmingur tekna Úkraínuríkis átti að fara í. Í fréttinni segir að þess í stað snúist samkomulagið um þróun olíu-, gas- og námuvinnslu í Úkraínu. Samningurinn inniheldur engar öryggistryggingar handa Úkraínu, eins og ráðamenn þar höfðu farið fram á en úkraínskir heimildarmenn FT segja samkomulagið mun hagstæðara en upprunalega stóð til og að það gæti bætt samskipti ríkjanna. AFP fréttaveitan hefur einnig eftir ráðamönnum í Úkraínu að samkomulag sé í höfn. Mögulega verði skrifað undir það á föstudaginn. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Úkraínu að Selenskí fari til Bandaríkjanna og skrifi undir á föstudaginn, gangi allt eftir. Aðstoðarfjármálaráðherra Úkraínu segir í samtali við FT að samkomulagið sé eingöngu lítill hluti af heildarmyndinni þegar kemur að samskiptum ríkjanna. Brást reiður við höfnun Upprunalega krafðist Trump þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Trump brást reiður við þegar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, neitaði að skrifa undir samkomulagið og byrjaði að kalla Selenskí einræðisherra og ljúga því að Úkraína og Bandaríkin beri ábyrgð á innrás Rússa. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Meðal þeirra ástæðna sem Selenskí hefur gefið fyrir að vilja ekki skrifa undir er að samkomulagið inniheldur engar öryggistryggingar og hefur hann einnig vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Trump lýsti því svo yfir í gær að Selenskí gæti verið á leið til Washington DC seinna í vikunni eða þeirri næstu til að skrifa undir samkomulag þeirra á milli. Stærstu ríkisfyrirtækin undanþegin Blaðamenn FT hafa séð drög að samkomulaginu sem dagsett er þann 24. febrúar, eða í gær. Þar segir að stofnaður verði sjóður og að þangað muni helmingur af framtíðartekjum ríkisrekinna fyrirtækja sem vinna olíu, gas og málma úr jörðu, og tengdum innviðum. Þessi sjóður yrði svo notaður til að fjárfesta í öðrum verkefnum í Úkraínu og uppbyggingu. Stærstu olíu- og gasvinnslufyrirtæki Úkraínu, sem ríkið reiðir á þessa dagana, eru undanskilin þessu samkomulagi. Sjá einnig: Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Seinna meir yrði komist að samkomulagi um það hverjir stjórnuðu sjóðnum og hvernig en í áðurnefndum drögum segir að Bandaríkin muni styðja við uppbyggingu í Úkraínu í framtíðinni. Samkomulagið hefur verið samþykkt af nokkrum ráðherrum Úkraínu og stendur til að fá þingið til að samþykkja það einnig. FT segir að þar muni líklegast skapast miklar umræður um samkomulagið og áhrif þess á framtíð Úkraínu. Úkraína Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07 Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59 Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. 24. febrúar 2025 21:15 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í fréttinni segir að þess í stað snúist samkomulagið um þróun olíu-, gas- og námuvinnslu í Úkraínu. Samningurinn inniheldur engar öryggistryggingar handa Úkraínu, eins og ráðamenn þar höfðu farið fram á en úkraínskir heimildarmenn FT segja samkomulagið mun hagstæðara en upprunalega stóð til og að það gæti bætt samskipti ríkjanna. AFP fréttaveitan hefur einnig eftir ráðamönnum í Úkraínu að samkomulag sé í höfn. Mögulega verði skrifað undir það á föstudaginn. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Úkraínu að Selenskí fari til Bandaríkjanna og skrifi undir á föstudaginn, gangi allt eftir. Aðstoðarfjármálaráðherra Úkraínu segir í samtali við FT að samkomulagið sé eingöngu lítill hluti af heildarmyndinni þegar kemur að samskiptum ríkjanna. Brást reiður við höfnun Upprunalega krafðist Trump þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Trump brást reiður við þegar Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, neitaði að skrifa undir samkomulagið og byrjaði að kalla Selenskí einræðisherra og ljúga því að Úkraína og Bandaríkin beri ábyrgð á innrás Rússa. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Meðal þeirra ástæðna sem Selenskí hefur gefið fyrir að vilja ekki skrifa undir er að samkomulagið inniheldur engar öryggistryggingar og hefur hann einnig vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Trump lýsti því svo yfir í gær að Selenskí gæti verið á leið til Washington DC seinna í vikunni eða þeirri næstu til að skrifa undir samkomulag þeirra á milli. Stærstu ríkisfyrirtækin undanþegin Blaðamenn FT hafa séð drög að samkomulaginu sem dagsett er þann 24. febrúar, eða í gær. Þar segir að stofnaður verði sjóður og að þangað muni helmingur af framtíðartekjum ríkisrekinna fyrirtækja sem vinna olíu, gas og málma úr jörðu, og tengdum innviðum. Þessi sjóður yrði svo notaður til að fjárfesta í öðrum verkefnum í Úkraínu og uppbyggingu. Stærstu olíu- og gasvinnslufyrirtæki Úkraínu, sem ríkið reiðir á þessa dagana, eru undanskilin þessu samkomulagi. Sjá einnig: Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Seinna meir yrði komist að samkomulagi um það hverjir stjórnuðu sjóðnum og hvernig en í áðurnefndum drögum segir að Bandaríkin muni styðja við uppbyggingu í Úkraínu í framtíðinni. Samkomulagið hefur verið samþykkt af nokkrum ráðherrum Úkraínu og stendur til að fá þingið til að samþykkja það einnig. FT segir að þar muni líklegast skapast miklar umræður um samkomulagið og áhrif þess á framtíð Úkraínu.
Úkraína Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07 Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59 Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. 24. febrúar 2025 21:15 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það. 25. febrúar 2025 18:07
Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Ólík afstaða stjórnvalda í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar kom bersýnilega í ljós þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Emmanuel Macron Frakklandsforseta í Hvíta húsinu í gær. 25. febrúar 2025 06:59
Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu og gerði málefni barna, kvenna og hinsegin fólks að umræðuefni í ávarpi í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þorgerður segir að aukinn stuðningur Íslands við Úkraínu nýtist með fjölbreyttum hætti í takt við þarfir Úkraínumanna, meðal annars við áframhaldandi jarðsprengjuleit, uppbyggingu orkuinnviða og færanlegra sjúkrahúsa og til beinna vopnakaupa og -framleiðslu til dæmist með því að styðja við drónaframleiðslu í Úkraínu. 24. febrúar 2025 21:15
Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56