„Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 15:33 Sigríður ríkissaksóknari staðfestir að hún sé enn með mál á sínu borði sem snertir „like“ Helga Magnúsar. Hann veit hins vegar ekki hvaðan á sig stendur veðrið. vísir/vilhelm/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“ Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“
Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira