Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:31 Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Vinnumarkaður Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Nú er ég tiltölulega ungur kennari, þó ég sé kominn á fertugsaldurinn og með nokkuð stuttan kennsluferil. Flestir samkennara minna erum töluvert eldri. Þar sem ég er forvitinn að eðlisfari var nokkuð sem vakti forvitni mína varðandi kennarastarfið. Hvers vegna er aldursbilið svona mikið. Hvar eru allir hinir ungu kennararnir? Af hverju skortir jafn mikilvæg aðföng og kennara? Kempurnar á kennarastofunni svöruðu öll afdráttarlaust. Það er nóg til af kennurum. Það langar bara fæsta að vinna við það. Þetta kom svo flatt upp á mig að ég ákvað að hvort þessi fullyrðing ætti sér stoð í raunveruleikanum. Í framhaldinu renndi ég lauslega yfir tölur um brautskráða nemendur úr grunnskólafræðum og öðru sambærilegu námi Háskóla íslands ásamt því sem ég gat fundið í fljótu bragði frá hagstofu. Það sem kom í ljós var í sjálfu sér ekki óvænt. Árið 2023 störfuðu 5911 einstaklingar við kennslu í grunnskólum landsins. Af þeim voru 4805 með kennsluréttindi. Meðalaldur umræddra kennara var rétt sunnan við fimmtugt. Það gefur augaleið að það er engin blússandi sigling á endurnýjun í stéttinni. Frá því að gamli Kennó og Háskóli Íslands sameinuðust árið 2008 hafa brautskráðst þaðan rúmlega 2000 einstaklingar í grunnskólakennarafræðum eða öðru sambærilegu. Meginþorri þeirra útskrifaðist við upphaf eða lok þess tímabils. Á árunum 2009-2011 var framleiðni aðfanga mest, en þá brautskráðust rúmlega 900 mögulegir grunnskólakennarar. Líklegast voru allir að drífa sig að klára námið áður en dyrunum að þriggja ára náminu var skellt í lás. Næstu ár kúvendist svo hlutfall þeirra sem útskrifuðust, en næsta tæpa áratug framleiddum við eitthvað í kringum 600 kennara. Gróflega 60 á ári. Þessi þróun fór eitthvað öfugt ofan í stjórnvöld og þau gripu til ýmissa ráða til að sporna við þessu. Komdu að kenna var áberandi en skilaði þó tæplega fleiri útskrifuðum kennurum. Það var ekki fyrr en átakið Fjölgum kennurum 2019 með launuðu starfsnámi, hvatningarstyrk, vali á tveim námsleiðum og lagabreytingu um leyfisbréf þvert á skólastig að tölurnar byrjuðu að sniglast upp á við. Fyrstu tvö árin var brautskráning áfram dræm en svo fóru seglin að þenjast. Árin 2021-2023 brautskráðust samtals 537 svo loksins farið að glitta í tölur sem komust nálægt upphaflegri framleiðni. Það hefur þó ekki gengið að lokka bróðurpart brautskráðra til vinnu. Það gengur meira að segja brösuglega að fá ómenntaða einstaklinga til að brúa bilið. Kíkið bara auglýsingar á Alfreð.is Þá velti ég fyrir mér hversu margir þeirra sem brautskráðust hafi raunverulega skilað sér inn í kennslu. Mikill hluti nýliða virðist einhverra hluta vegna sjá sér betri farborða á öðrum vinnustöðum en grunnskólum. Og þá er ég bara að tala um vinnustaðina sem hið opinbera er með á snærum sér en ekki almenna markaðinn. Vinnustaðir sem bjóða upp á sambærileg laun og kjör eru til að mynda sundlaugar, félagsmiðstöðvar, vínbúðin, sambýli og búsetuúrræði fyrir fatlaða, skrifstofustörf hjá sveit og borg, ásamt ýmsum innivinnum hjá skóla-og frístundasviði í Borgartúni. Það er semsagt samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara. Og skólarnir eru því miður bara að tapa þeirri baráttu. Höfundur er grunnskólakennari.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun