Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo og Elvar Örn Friðriksson skrifa 25. febrúar 2025 07:01 Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun