Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Áslaug Arna spurði Guðrúnu hvernig hún ætlaði að ná til unga fólksins. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill efla málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og setja fram skýra áætlun um hvernig bæta megi hag einyrkja og þeirra sem reka smærri fyrirtæki, verði hún formaður flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir segist vel geta aukið stuðnings ungs fólks við flokkinn, þrátt fyrir að vera sjálf 20 árum eldri en Áslaug. Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær, þar sem þær Áslaug og Guðrún voru leiddar saman. Báðar hafa þær tilkynnt um framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum, en kjörið fer fram á landsfundi flokksins sem hefst næstkomandi föstudag. Í lok þáttarins bauðst frambjóðendum að beina einni spurningu að mótframbjóðanda sínum. Guðrún reið á vaðið og spurði Áslaugu eftirfarandi spurningar: „Við erum að vinna sameiginlegu markmiði; að breikka flokkinn, að fá fleiri til fylgis við hann. Við höfum báðar talað um það að við viljum til dæmis fá iðnaðarmennina okkar aftur, minni fyrirtæki og svo framvegis. Hvernig viltu gera það? Að laða aftur til fylgislags við Sjálfstæðisflokkinn einyrkjana okkar, litlu fyrirtækin, að þau eigi sér heimili í Sjálfstæðisflokknum?“ Guðrún og Áslaug voru gestir Pallborðsins á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Áslaug svaraði því til að hún sæi fyrir sér að endurnýja málefnastarf flokksins, sem sneri meðal annars að aðgerðum til handa þeim sem Guðrún nefndi, með því að hleypa því fólki að borðinu og veita því tækifæri til að taka þátt í starfinu. „Ég held að það verði að vera miklu virkara og dýnamískara, og er dæmi um hluti sem við þurfum að vera með í gangi í hverjum mánuði og á hverju ári, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það að hleypa þeim að starfinu og hlusta betur á þröskuldana sem þeir mæta í kerfinu, á regluverkið sem þeim finnst stundum þyngra hér en meira að segja í Evrópu. Að heyra eftir því hvar við getum einfaldað þeim lífið, og gera skýra áætlun,“ sagði Áslaug Arna. Gervigreindin geti hjálpað Slíka áætlun hafi hún til að mynda lagt til í menntamálum fyrir kosningar. „Að gera skýra áætlun um það hvað við ætlum að gera til þess að gera það að verkum að hjá iðnaðarmönnum og fólki með sjálfstæðan rekstur, að það sé jafn blómlegt að vera í þeim rekstri á Íslandi og er í nýsköpun í dag. Þannig sé ég fyrir mér að við hleypum þeim nær borðinu. Ég ætla að hlusta á þá, hleypa þeim að þessari vinnu og búa til skýra áætlun í þessum málaflokki, um hvernig við ætlum að berjast fyrir þeirra hagsmunum.“ Klippa: Áslaug Arna og Guðrún svara spurningum hvorrar annarrar Tala þurfi skýrar gegn regluverki sem íþyngi fremur litlum fyrirtækjum á sama tíma og stærri einingar ráði auðveldlega við sömu reglur. „Þar held ég að gervigreindarlausnin sem ég innleiddi í ráðuneytinu mínu, sem les alla gullhúðun Evrópusambandsins á íslensku regluverki, með mjög einfaldri lausn, geti komið að góðum notum svo við finnum það hvar við höfum gengið of langt í að innleiða þungt, evrópskt regluverk,“ sagði Áslaug. Hóf ferilinn miðaldra Þá var komið að Áslaugu að bera upp spurningu sína við Guðrúnu, sem var eftirfarandi: „Ég ætla að fá að spyrja Guðrúnu hvernig hún ætlar að laða að nýja kynslóð, unga fólkið okkar, í flokkinn, sem hefur kannski ekki fundið sig með okkur hingað til,“ sagði Áslaug. Guðrún hóf svar sitt á að nefna að hún hafi ekki hafið sinn stjórnmálaferil fyrr en hún var orðin miðaldra. Guðrún er 20 árum eldri en Áslaug, fædd árið 1970 og tók fyrst sæti á þingi árið 2021, þá 51 árs. Guðrún spurði Áslaugu hvernig hún ætlaði sér að vænka hag einyrkja og þeirra sem reka minni fyrirtæki.Vísir/Vilhelm „Mér hefur þótt alveg óskaplega gaman, sérstaklega í mínu kjördæmi, að finna það hvernig starf ungra sjálfstæðismanna hefur eflst á síðustu fjórum árum úti um allt kjördæmi. Í hringferð minni hitti ég á Klaustri unga stúlku, 15 ára, sem er að koma á sinn fyrsta landsfund. Hún er núna að stofna félag ungra sjálfstæðismanna í Skaftafellssýslum,“ sagði Guðrún. Steikir stundum Instagram Hún hafi einnig hitt ungt sjálfstæðisfólk á Selfossi og í Vestmannaeyjum, og hún fyndi ekki annað en að hún ætti góða tengingu við ungt fólk. „Rétt eins og eldra fólk og alla þar á milli. Ég er í miðjunni, ég er eiginlega í miðjunni á æviskeiðinu þannig að ég get tengt mjög vel við eldri kynslóðina. En ég á líka börn.“ Guðrún sagði að tvítugur sonur hennar hefði oft bent henni á að hún væri að „steikja Instagrammið“ með því að deila allt of mörgum myndum, að sið miðaldra fólks. „Hann er líka að kenna mér. Hann hefur reynt að kenna mér á TikTok, og ég er ekki góð í því. En ég er umvafin ungu fólki frá morgni til kvölds. Ég á líka barnabörn og ég á von á tveimur barnabörnum. Ég er í þessari vinnu fyrir þau, fyrir ungu kynslóðina, börnin mín og barnabörnin, og alla hina. Að gera Ísland að framúrskarandi landi til búsetu,“ sagði Guðrún. Þáttinn í heild sinni, sem og stutta klippu þar sem frambjóðendur spurðu sinna spurninga, má finna í spilurum ofar í fréttinni. Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær, þar sem þær Áslaug og Guðrún voru leiddar saman. Báðar hafa þær tilkynnt um framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum, en kjörið fer fram á landsfundi flokksins sem hefst næstkomandi föstudag. Í lok þáttarins bauðst frambjóðendum að beina einni spurningu að mótframbjóðanda sínum. Guðrún reið á vaðið og spurði Áslaugu eftirfarandi spurningar: „Við erum að vinna sameiginlegu markmiði; að breikka flokkinn, að fá fleiri til fylgis við hann. Við höfum báðar talað um það að við viljum til dæmis fá iðnaðarmennina okkar aftur, minni fyrirtæki og svo framvegis. Hvernig viltu gera það? Að laða aftur til fylgislags við Sjálfstæðisflokkinn einyrkjana okkar, litlu fyrirtækin, að þau eigi sér heimili í Sjálfstæðisflokknum?“ Guðrún og Áslaug voru gestir Pallborðsins á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Áslaug svaraði því til að hún sæi fyrir sér að endurnýja málefnastarf flokksins, sem sneri meðal annars að aðgerðum til handa þeim sem Guðrún nefndi, með því að hleypa því fólki að borðinu og veita því tækifæri til að taka þátt í starfinu. „Ég held að það verði að vera miklu virkara og dýnamískara, og er dæmi um hluti sem við þurfum að vera með í gangi í hverjum mánuði og á hverju ári, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það að hleypa þeim að starfinu og hlusta betur á þröskuldana sem þeir mæta í kerfinu, á regluverkið sem þeim finnst stundum þyngra hér en meira að segja í Evrópu. Að heyra eftir því hvar við getum einfaldað þeim lífið, og gera skýra áætlun,“ sagði Áslaug Arna. Gervigreindin geti hjálpað Slíka áætlun hafi hún til að mynda lagt til í menntamálum fyrir kosningar. „Að gera skýra áætlun um það hvað við ætlum að gera til þess að gera það að verkum að hjá iðnaðarmönnum og fólki með sjálfstæðan rekstur, að það sé jafn blómlegt að vera í þeim rekstri á Íslandi og er í nýsköpun í dag. Þannig sé ég fyrir mér að við hleypum þeim nær borðinu. Ég ætla að hlusta á þá, hleypa þeim að þessari vinnu og búa til skýra áætlun í þessum málaflokki, um hvernig við ætlum að berjast fyrir þeirra hagsmunum.“ Klippa: Áslaug Arna og Guðrún svara spurningum hvorrar annarrar Tala þurfi skýrar gegn regluverki sem íþyngi fremur litlum fyrirtækjum á sama tíma og stærri einingar ráði auðveldlega við sömu reglur. „Þar held ég að gervigreindarlausnin sem ég innleiddi í ráðuneytinu mínu, sem les alla gullhúðun Evrópusambandsins á íslensku regluverki, með mjög einfaldri lausn, geti komið að góðum notum svo við finnum það hvar við höfum gengið of langt í að innleiða þungt, evrópskt regluverk,“ sagði Áslaug. Hóf ferilinn miðaldra Þá var komið að Áslaugu að bera upp spurningu sína við Guðrúnu, sem var eftirfarandi: „Ég ætla að fá að spyrja Guðrúnu hvernig hún ætlar að laða að nýja kynslóð, unga fólkið okkar, í flokkinn, sem hefur kannski ekki fundið sig með okkur hingað til,“ sagði Áslaug. Guðrún hóf svar sitt á að nefna að hún hafi ekki hafið sinn stjórnmálaferil fyrr en hún var orðin miðaldra. Guðrún er 20 árum eldri en Áslaug, fædd árið 1970 og tók fyrst sæti á þingi árið 2021, þá 51 árs. Guðrún spurði Áslaugu hvernig hún ætlaði sér að vænka hag einyrkja og þeirra sem reka minni fyrirtæki.Vísir/Vilhelm „Mér hefur þótt alveg óskaplega gaman, sérstaklega í mínu kjördæmi, að finna það hvernig starf ungra sjálfstæðismanna hefur eflst á síðustu fjórum árum úti um allt kjördæmi. Í hringferð minni hitti ég á Klaustri unga stúlku, 15 ára, sem er að koma á sinn fyrsta landsfund. Hún er núna að stofna félag ungra sjálfstæðismanna í Skaftafellssýslum,“ sagði Guðrún. Steikir stundum Instagram Hún hafi einnig hitt ungt sjálfstæðisfólk á Selfossi og í Vestmannaeyjum, og hún fyndi ekki annað en að hún ætti góða tengingu við ungt fólk. „Rétt eins og eldra fólk og alla þar á milli. Ég er í miðjunni, ég er eiginlega í miðjunni á æviskeiðinu þannig að ég get tengt mjög vel við eldri kynslóðina. En ég á líka börn.“ Guðrún sagði að tvítugur sonur hennar hefði oft bent henni á að hún væri að „steikja Instagrammið“ með því að deila allt of mörgum myndum, að sið miðaldra fólks. „Hann er líka að kenna mér. Hann hefur reynt að kenna mér á TikTok, og ég er ekki góð í því. En ég er umvafin ungu fólki frá morgni til kvölds. Ég á líka barnabörn og ég á von á tveimur barnabörnum. Ég er í þessari vinnu fyrir þau, fyrir ungu kynslóðina, börnin mín og barnabörnin, og alla hina. Að gera Ísland að framúrskarandi landi til búsetu,“ sagði Guðrún. Þáttinn í heild sinni, sem og stutta klippu þar sem frambjóðendur spurðu sinna spurninga, má finna í spilurum ofar í fréttinni.
Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent