Skoðun

Opið bréf til Jóns Björns Há­konar­sonar

Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, Karen Ragnarsdóttir og Lísa Lotta Björnsdóttir skrifa

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar, forseta sveitarstjórnar í Fjarðabyggð og stjórnarmanns í Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Kæri Jón Björn.

Við, undirritaðar, formaður Kennarasambands Austurlands, formaður svæðadeildar félags leikskólakennara á Austurlandi, formaður Skólastjórafélags Austurlands og formaður stjórnenda leikskóla á Austurlandi skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn sambandsins upplýsi um sína afstöðu.

Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með þann skort á gagnsæi sem hefur einkennt ferlið hingað til. Kennarar og stjórnendur leikskóla eiga rétt á að vita hvort þeirra kjör og starfsskilyrði séu tekin alvarlega af þeim sem hafa áhrif á niðurstöðu kjaraviðræðna.

Við væntum þess að þú, sem einn af fulltrúum sveitarfélaganna, takir skýra afstöðu og upplýsir um hana hið fyrsta.

Virðingarfyllst,

Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, formaður KSA

Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, formaður 7. Svæðadeild FLA

Karen Ragnarsdóttir, formaður SKAUST

Lísa Lotta Björnsdóttir, formaður stjórnenda Leikskóla á Austurlandi




Skoðun

Sjá meira


×