Greint er frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu og fólk sem telji sig eiga kröfur í búið hvatt til að lýsa þeim.
Mál Jóhannesar Tryggva vakti mikla athygli á sínum tíma enda hafði hann getið sér gott orð fyrir að vera nuddari fræga fólksins og leysa úr ýmsum vanda sem var að hrjá það. Opinberar ásakanir á hendur honum komu fyrst fram árið 2018 og í framhaldinu stigu margar konur fram og lýstu reynslu sinni. Úr varð að hann var dæmdur fyrir brot á sex konum.
Þegar síðast fréttist af afplánun Jóhannesar í maí í fyrra var hann á Kvíabryggju þar sem hann var farinn að meðhöndla fólk með stoðkerfisvanda. Þá hefur hann sagst ætla með mál sín fyrir Mannréttindadómstól Evrópu auk þess sem heimildarmynd um hann sé í vinnslu.