Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:00 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun