Heimsókninni er ætlað að undirstrika að þjóðirnar standi með Úkraínu í baráttu sinni við innrásarherinn. Á meðal þeirra sem mættu til Úkraínu í morgun voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, forsætisráðherrar nokkurra Norður-Evrópuríkja og Antonio Costa forseti leiðtogaráðs ESB.
Fulltrúar Bandaríkjanna voru þó hvergi sjáanlegir en verulegar blikur eru nú á lofti varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu.
Ummæli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og fleiri ráðamanna þar í landi undanfarið benda til þess að sá stuðningur sé mögulega úr sögunni enda kallaði Trump Volodómír Selenskí Úkraínuforseta óvinsælan einræðisherra á dögunum og virtist kenna honum um innrás Rússa.