Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2025 19:13 Anastasiia stendur hér fyrir framan blokkina þar sem hún bjó fyrst um sinn eftir komuna til Íslands. Hún hefur síðan flutt sig um set en býr þó enn á Reykjanesskaganum. Vísir/Ívar Leikstjóri heimildarmyndar um úkraínska flóttamenn hér á landi segist vilja snúa aftur heim, en þó aldrei ef Rússar fá sínu framgengt. Á morgun verða þrjú ár liðin frá innrásinni í Úkraínu. Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira