Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2025 16:32 Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun