Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 12:07 Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð
Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira