Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar 23. febrúar 2025 13:00 Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar