Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar 23. febrúar 2025 13:00 Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar