Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Nii Lamptey, Ragnar Margeirsson og Michael Noonan eru allir meðal þeirra yngstu sem hafa skorað í Evrópukeppnunum í fótbolta. Getty/Skjámynd/Timarit.is Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu. Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira