„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2025 23:28 Inga Sæland vandaði Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í ræðu sinni á landsfundi í dag. Vísir/Stöð 2 Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. „Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira