Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson, Ingvar Sverrisson og Hrafnkell Marínósson skrifa 22. febrúar 2025 14:00 Öflugt íþróttastarf og traustur rekstur Nýlega bárust íþróttafélögum bréf frá Skattinum varðandi fyrirkomulag skattgreiðslna og ráðningasambanda við þjálfara og leikmenn hjá félögunum. Þar leggur Skatturinn áherslu á að ráðningarsamband íþróttafélaganna við starfsmenn sína megi ekki vera í verktöku eins og tíðkast um meirihluta þeirra sem um ræðir. Þá er einnig athyglisvert að Skatturinn segir í bréfinu að þeir aðilar sem veljist til stjórnarsetu í aðalstjórnum félaganna beri fulla ábyrgð á skattskilum allra verktaka og starfsmanna og minna í því samhengi á refsiábyrgð. ÍBH, ÍBR og UMSK boðuðu til opins fundar með forsvarsmönnum sinna aðildarfélaga til að ræða þessa stöðu og hvaða viðbrögð eða aðgerðir hún kallar á frá íþróttahreyfingunni. Þar kom fram skýrt ákall um að héröðin á höfuðborgarsvæðinu taki frumkvæði í því að kynna hvernig þessu er raunverulega fyrirkomið í rekstri félaganna. Enda er það þannig að allir starfsmenn íþróttafélaga greiða skatta af sínum launum, hvort sem þeir eiga í verktaka- eða launasambandi við félögin. Auk þess verður að halda til haga að stjórnarfólk í félögunum velst þangað sem sjálfboðaliðar til að halda úti því samfélagslega mikilvæga starfi sem íþróttafélögin sinna. En um hvað snýst málið? Íþróttafélögin hafa mikinn fjölda starfsmanna á sínum snærum og við íþróttastarf á Íslandi vinna 2,3% af starfsfólki í landinu. Því er þannig háttað að þessi störf eru margskonar. Til einföldunar má segja að starfsfólk íþróttafélaga við rekstur, húsnæðisumsjón og þess háttar er svo til allt hefðbundnir launþegar með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Það sama á við um þjálfara, t.d. meistaraflokka, sem sinna þjálfun í fullu starfi og engu öðru. Þjálfarar barna og ungmenna eru langoftast að sinna þjálfuninni með annarri vinnu eða námi. Þeir eru í því í hlutastarfi sem þeir sinna þegar þeir geta samræmt það með annarri vinnu og fá eðlilega greitt eftir innsendum reikningum sem verktakar. Leikmenn fá í einhverjum mæli greitt sem launþegar en stór hluti sem verktakar. Það helgast af tvennu, annars vegar að vinnutími, orlof o.s.frv. passar afar illa inn í hefðbundið launasamband og hins vegar er stærstur hluti leikmanna í annarri vinnu og þátttaka í keppnisíþrótt er viðbótar- eða aukavinna. Auðvitað eiga allir þeir sem hafa tekjur sem verktakar að gera grein fyrir þeim í samræmi við lög og reglur, en svo virðist sem Skatturinn telji að það hafi verið einhver misbrestur á því hjá einstaklingum. Það eru skrýtin viðbrögð að færa ábyrgðina á því yfir á félögin í landinu með þeim miklu fjárhagslegu og félagslegu áhrifum sem slíkt myndi hafa. Ef kostnaður við þjálfun yngri flokka hækkar umtalsvert eiga félögin engan annan kost en að hækka æfingagjöld sem mun hafa þau áhrif að ákveðnir hópar geta ekki staðið undir þeim kostnaði og þannig ekki boðið sínum börnum upp á þátttöku í íþróttastarfi. Hin leiðin er að auka stuðning umtalsvert frá sveitarfélögum en vandséð er að þau hafi bolmagn til þess. Íþrótta- og æskulýðsstarf á Íslandi er gríðarlega umfangsmikið og öflugt þar sem grunnáherslan er á að bjóða börnum og ungmennum að æfa og keppa í íþróttum og hljóta þjálfun og leiðbeiningar frá faglærðu fólki. Ábyrgð á starfinu, skipulagning og fjármögnun að langmestum hluta, hvílir á sjálfboðaliðum sem bera uppi félögin í landinu. Án þeirra væri ekkert starf fyrir einn eða neinn. Sjálfboðaliðar taka á sig mikla ábyrgð varðandi heilindi og gæði í allri starfsemi. Börn og ungmenni búa við öryggi og hafa jafna möguleika til að eflast og dafna. Forvarnargildið er ótvírætt og þar með samfélagslegi ávinningurinn. Bréf Skattsins er ekki til þess fallið að fjölga þeim sem tilbúnir eru að taka að sér þessi verkefni. Við óskum eftir að stjórnvöld efni til víðtæks samtals við íþróttafélögin í landinu þar sem lögð verður áhersla á að tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir öll börn og ungmenni og gerðar verði lagfæringar á skattareglum þannig að þær endurspegli eðli starfseminnar og mikilvægi. Við fulltrúar íþróttabandalaganna þriggja erum reiðubúin að koma í það samtal og nota jafnframt tækifærið og kortleggja og greina það mikla skattaspor sem íþróttirnar skilja eftir sig og skila til samfélagsins til viðbótar þeim fjölda barna og ungmenna sem koma sem betri einstaklingar út í samfélagið. Íþróttir eiga skilið einfalt og skýrt regluumhverfi sem hjálpar þeim að sinna sínu mikilvæga samfélagsverkefni, að þroska og efla börn og ungmenni, þeim og landinu öllu til heilla. Hrafnkell Marínósson er formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar Ingvar Sverrisson er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Guðmundur Sigurbergsson er formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Öflugt íþróttastarf og traustur rekstur Nýlega bárust íþróttafélögum bréf frá Skattinum varðandi fyrirkomulag skattgreiðslna og ráðningasambanda við þjálfara og leikmenn hjá félögunum. Þar leggur Skatturinn áherslu á að ráðningarsamband íþróttafélaganna við starfsmenn sína megi ekki vera í verktöku eins og tíðkast um meirihluta þeirra sem um ræðir. Þá er einnig athyglisvert að Skatturinn segir í bréfinu að þeir aðilar sem veljist til stjórnarsetu í aðalstjórnum félaganna beri fulla ábyrgð á skattskilum allra verktaka og starfsmanna og minna í því samhengi á refsiábyrgð. ÍBH, ÍBR og UMSK boðuðu til opins fundar með forsvarsmönnum sinna aðildarfélaga til að ræða þessa stöðu og hvaða viðbrögð eða aðgerðir hún kallar á frá íþróttahreyfingunni. Þar kom fram skýrt ákall um að héröðin á höfuðborgarsvæðinu taki frumkvæði í því að kynna hvernig þessu er raunverulega fyrirkomið í rekstri félaganna. Enda er það þannig að allir starfsmenn íþróttafélaga greiða skatta af sínum launum, hvort sem þeir eiga í verktaka- eða launasambandi við félögin. Auk þess verður að halda til haga að stjórnarfólk í félögunum velst þangað sem sjálfboðaliðar til að halda úti því samfélagslega mikilvæga starfi sem íþróttafélögin sinna. En um hvað snýst málið? Íþróttafélögin hafa mikinn fjölda starfsmanna á sínum snærum og við íþróttastarf á Íslandi vinna 2,3% af starfsfólki í landinu. Því er þannig háttað að þessi störf eru margskonar. Til einföldunar má segja að starfsfólk íþróttafélaga við rekstur, húsnæðisumsjón og þess háttar er svo til allt hefðbundnir launþegar með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Það sama á við um þjálfara, t.d. meistaraflokka, sem sinna þjálfun í fullu starfi og engu öðru. Þjálfarar barna og ungmenna eru langoftast að sinna þjálfuninni með annarri vinnu eða námi. Þeir eru í því í hlutastarfi sem þeir sinna þegar þeir geta samræmt það með annarri vinnu og fá eðlilega greitt eftir innsendum reikningum sem verktakar. Leikmenn fá í einhverjum mæli greitt sem launþegar en stór hluti sem verktakar. Það helgast af tvennu, annars vegar að vinnutími, orlof o.s.frv. passar afar illa inn í hefðbundið launasamband og hins vegar er stærstur hluti leikmanna í annarri vinnu og þátttaka í keppnisíþrótt er viðbótar- eða aukavinna. Auðvitað eiga allir þeir sem hafa tekjur sem verktakar að gera grein fyrir þeim í samræmi við lög og reglur, en svo virðist sem Skatturinn telji að það hafi verið einhver misbrestur á því hjá einstaklingum. Það eru skrýtin viðbrögð að færa ábyrgðina á því yfir á félögin í landinu með þeim miklu fjárhagslegu og félagslegu áhrifum sem slíkt myndi hafa. Ef kostnaður við þjálfun yngri flokka hækkar umtalsvert eiga félögin engan annan kost en að hækka æfingagjöld sem mun hafa þau áhrif að ákveðnir hópar geta ekki staðið undir þeim kostnaði og þannig ekki boðið sínum börnum upp á þátttöku í íþróttastarfi. Hin leiðin er að auka stuðning umtalsvert frá sveitarfélögum en vandséð er að þau hafi bolmagn til þess. Íþrótta- og æskulýðsstarf á Íslandi er gríðarlega umfangsmikið og öflugt þar sem grunnáherslan er á að bjóða börnum og ungmennum að æfa og keppa í íþróttum og hljóta þjálfun og leiðbeiningar frá faglærðu fólki. Ábyrgð á starfinu, skipulagning og fjármögnun að langmestum hluta, hvílir á sjálfboðaliðum sem bera uppi félögin í landinu. Án þeirra væri ekkert starf fyrir einn eða neinn. Sjálfboðaliðar taka á sig mikla ábyrgð varðandi heilindi og gæði í allri starfsemi. Börn og ungmenni búa við öryggi og hafa jafna möguleika til að eflast og dafna. Forvarnargildið er ótvírætt og þar með samfélagslegi ávinningurinn. Bréf Skattsins er ekki til þess fallið að fjölga þeim sem tilbúnir eru að taka að sér þessi verkefni. Við óskum eftir að stjórnvöld efni til víðtæks samtals við íþróttafélögin í landinu þar sem lögð verður áhersla á að tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir öll börn og ungmenni og gerðar verði lagfæringar á skattareglum þannig að þær endurspegli eðli starfseminnar og mikilvægi. Við fulltrúar íþróttabandalaganna þriggja erum reiðubúin að koma í það samtal og nota jafnframt tækifærið og kortleggja og greina það mikla skattaspor sem íþróttirnar skilja eftir sig og skila til samfélagsins til viðbótar þeim fjölda barna og ungmenna sem koma sem betri einstaklingar út í samfélagið. Íþróttir eiga skilið einfalt og skýrt regluumhverfi sem hjálpar þeim að sinna sínu mikilvæga samfélagsverkefni, að þroska og efla börn og ungmenni, þeim og landinu öllu til heilla. Hrafnkell Marínósson er formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar Ingvar Sverrisson er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Guðmundur Sigurbergsson er formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun