Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:02 Magnea Arnardóttir hefur fengið nóg og sagði upp starfi sínum á leikskólanum Rauðhóli í dag. Vísir/Einar Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea. Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira
Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea.
Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Sjá meira