Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 15:01 Taska sem innihélt skotvopn fannst á syllu á þaki Laugalækjarskóla fyrir rúmri viku. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin. Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin.
Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53