Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 11:21 ÁTVR vill ekki selja Shaker en þarf að taka hann á reynslu. Vísir Landsréttur hefur ógilt ákvörðun ÁTVR um að neita að taka koffíndrykkinn Shaker til sölu á reynslu. Rétturinn taldi ÁTVR ekki stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Landsréttur kvað upp dóm í máli heildsölunnar Distu á hendur ÁTVR og sneri með honum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2023. Selja fjölda annarra koffíndrykkja Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. Löggjafinn vilji sporna við neyslu orkudrykkja Í dómi Landsréttar segir að ÁTVR hafi borið fyrir sig að í lögum um verslun með áfengi og tóbak sé að finna heimild til að hafna áfengi sem innihéldi koffein og önnur örvandi efni. Ákvæðið væri matskennt og hefði löggjafinn falið ÁTVR að skilgreina nánar þau sjónarmið og forsendur sem leggja skyldi til grundvallar við framkvæmd þess. Líta þyrfti til orðalags ákvæðisins og meðal annars til markmiða laganna, áfengislaga og stefnu stjórnvalda í áfengismálum. Heimildin væri byggð á sjónarmiðum um almannaheilbrigði og bæru athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum með sér skýran vilja löggjafans til að sporna gegn þróun þeirrar neysluvenju að blanda saman áfengi og koffíni, sem teldist sérlega skaðlegt samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Væru orkudrykkir tilteknir sérstaklega í því samhengi og teldi ÁTVR, með hliðsjón af nánar tilgreindri umfjöllun Matvælastofnunar og embættis landlæknis, vöru Distu hafa helstu einkenni slíkra drykkja. Þá sýndu tilteknar rannsóknir að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé með því mesta sem þekkist í Evrópu og bæri ÁTVR að hafa það til hliðsjónar, enda viðbúið að ungmenni viðhafi sambærilega neysluhegðun þegar áfengiskaupaaldri verði náð. Hafi þurft að meta drykkinn Í dóminum segir að ÁTVR hafi rökstutt ákvörðun sína á sínum tíma með bréfi til Distu. „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ hafi sagt í bréfinu, frá 2021. ÁTVR væri óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hefði falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ sagði jafnframt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Hafði ekki óheft ákvörðunarvald Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því Ekki orkudrykkur og óforsvaranlegt að halda því fram Þá segir í dóminum ekki væri talið að ályktun ÁTVR um að Shaker hefði helstu einkenni orkudrykkja fengi viðhlítandi stoð í þeim gögnum sem vísað hefði verið til í ákvörðuninni. Hefði mat ÁTVR að þessu leyti verið óforsvaranlegt, þó svo að það hefði út af fyrir sig verið málefnalegt að líta til þess hvort um áfengisblandaðan orkudrykk væri að ræða. Loks gæti fyrirkomulag flokkunar á vörusafni ÁTVR og önnur almenn sjónarmið sem vísað væri til ekki stutt ákvörðunina með viðhlítandi hætti. Var því talið að ákvörðun ÁTVR væri háð verulegum annmörkum að efni til og var hún þegar af þeirri ástæðu felld úr gildi. Áfengi Drykkir Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í máli heildsölunnar Distu á hendur ÁTVR og sneri með honum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2023. Selja fjölda annarra koffíndrykkja Dista vildi fá ákvörðun ÁTVR frá 21. janúar árið 2022 um að taka drykkinn Shaker Original Alcohol & Caffeine, eða Shaker, ekki í sölu. Dista hafði óskað eftir að fá drykkinn í sölu í október árið 2020. Eftir að að ÁTVR hafði tilkynnt Distu um að vörunni yrði hafnað fór málið fyrst í kæruferli innan fjármálaráðuneytisins áður en það kom til dómstóla. Dista taldi ákvörðunina sértæka og þungbæra. ÁTVR selji fjölda koffeindrykkja og hafi yfirburðastöðu í samskiptum við birgja og reglur um aðgang að verslunum feli í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Sagði heildsalan að koffeinmagn Shaker væri undir mörkum sem kalli á varúðarmerkingar og að drykkurinn sé seldur á EES svæðinu. Löggjafinn vilji sporna við neyslu orkudrykkja Í dómi Landsréttar segir að ÁTVR hafi borið fyrir sig að í lögum um verslun með áfengi og tóbak sé að finna heimild til að hafna áfengi sem innihéldi koffein og önnur örvandi efni. Ákvæðið væri matskennt og hefði löggjafinn falið ÁTVR að skilgreina nánar þau sjónarmið og forsendur sem leggja skyldi til grundvallar við framkvæmd þess. Líta þyrfti til orðalags ákvæðisins og meðal annars til markmiða laganna, áfengislaga og stefnu stjórnvalda í áfengismálum. Heimildin væri byggð á sjónarmiðum um almannaheilbrigði og bæru athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum með sér skýran vilja löggjafans til að sporna gegn þróun þeirrar neysluvenju að blanda saman áfengi og koffíni, sem teldist sérlega skaðlegt samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Væru orkudrykkir tilteknir sérstaklega í því samhengi og teldi ÁTVR, með hliðsjón af nánar tilgreindri umfjöllun Matvælastofnunar og embættis landlæknis, vöru Distu hafa helstu einkenni slíkra drykkja. Þá sýndu tilteknar rannsóknir að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé með því mesta sem þekkist í Evrópu og bæri ÁTVR að hafa það til hliðsjónar, enda viðbúið að ungmenni viðhafi sambærilega neysluhegðun þegar áfengiskaupaaldri verði náð. Hafi þurft að meta drykkinn Í dóminum segir að ÁTVR hafi rökstutt ákvörðun sína á sínum tíma með bréfi til Distu. „Við framkvæmdina sé ÁTVR bundin við lög og hafi því ekki óheft ákvörðunarvald til að takmarka réttindi aðila til að selja áfengi,“ hafi sagt í bréfinu, frá 2021. ÁTVR væri óheimilt að afnema skyldubundið mat sem löggjafinn hefði falið stofnuninni. „Markaðssetning orkudrykkja beinist yfirleitt að ungu fólki sem sé aðaláhættuhópurinn hvað varðar ofneyslu samkvæmt rannsóknum,“ sagði jafnframt í bréfinu og að bæði „Matvælastofnun og landlæknir hafi séð ástæðu til að víkja sérstaklega að óæskilegum áhrifum samblöndunar áfengis og orkudrykkja.“ Hafði ekki óheft ákvörðunarvald Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því Ekki orkudrykkur og óforsvaranlegt að halda því fram Þá segir í dóminum ekki væri talið að ályktun ÁTVR um að Shaker hefði helstu einkenni orkudrykkja fengi viðhlítandi stoð í þeim gögnum sem vísað hefði verið til í ákvörðuninni. Hefði mat ÁTVR að þessu leyti verið óforsvaranlegt, þó svo að það hefði út af fyrir sig verið málefnalegt að líta til þess hvort um áfengisblandaðan orkudrykk væri að ræða. Loks gæti fyrirkomulag flokkunar á vörusafni ÁTVR og önnur almenn sjónarmið sem vísað væri til ekki stutt ákvörðunina með viðhlítandi hætti. Var því talið að ákvörðun ÁTVR væri háð verulegum annmörkum að efni til og var hún þegar af þeirri ástæðu felld úr gildi.
Áfengi Drykkir Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira